Hálfnað verk þá hafið er? Elsa Lára Arnardóttir skrifar 21. mars 2017 17:06 Á síðustu árum hefur mikill meirihluti foreldra sem hafa skilið eða slitið samvistum, eða 85 – 95 % samið um sameiginlega forsjá. Er þá oft um að ræða að barn sé viku hjá föður og viku hjá móður. Foreldrar barns ala það upp í sameiningu og deila allri ábyrgð. Jöfn búseta barns hjá foreldrum krefst þó mikilla samskipta og málamiðlana og rannsóknir hafa sýnt fram á að góð foreldrasamvinna skili meiri sátt og því meiri vellíðan fyrir barnið. Sömu rannsóknir sýna að ágreiningur milli foreldra hefur neikvæðari áhrif á líðan barnsins. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þau spor sem stigin hafa verið í átt að því að jafna stöðu foreldra, þá er kerfið enn að þvælast fyrir og það þarf að laga. Vegna þessa lagði ég fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskaði eftir umræðu um málið. Ég óskaði eftir umræðu um hvort unnið sé að lagabreytingu, byggða á skýrslu innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í september 2015. Ég spurði dómsmálaráðherra einnig, hvenær frumvörp um málið yrðu lögð fram? Þessar umræður áttu sér stað inni á Alþingi, núna í byrjun mars. Þar kom fram hjá dómsmálaráðherra að nú þegar hafi verkefnastjórn um málið, skoðað hvaða lögum og reglugerðum þurfi að breyta. Þar kom fram að m.a. þurfi að gera breytingar á barnalögum sem heimili foreldrum, sem fara sameiginlega með forsjá barns og ala það upp á tveimur heimilum, að skipta búsetu barns ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Samkvæmt orðum dómsmálaráðherra komst verkefnastjórnin að því, að ekki var nóg að breyta lögum og reglugerðum, heldur kallaði vinnan jafnframt á umfangsmiklar kerfisbreytingar. Það hafi því verið mikilvægt að upplýsa þá aðila sem málið snertir um þetta verkefni, ásamt því að fá ábendingar og álit. Vegna þessa var kallað eftir tengiliðum frá mennta – og menningarmálaráðuneytinu, ríkisskattstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratryggingum Íslands, Tryggingastofnun og Barnaverndarstofu. Í umræðunni við dómsmálaráðherra kom fram að verkefnastjórnin eigi að ljúka vinnu sinni núna í mars. Í vor mun því undirbúningur að lagafrumvörpum eiga sér stað. Frumvarpi um breytingu á barnalögum, ásamt bandormi með breytingum á ýmsum öðrum lögum. Einnig kom fram að gera þurfi breytingar á reglugerðum. Þessi vinna verður á ábyrgð nokkurra ráðuneyta og er þar um að ræða innanríkisráðuneytið, fjármála – og efnahagsráðuneytið, mennta – og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Nú er mars senn á enda og verkefnastjórnin ætti að fara skila af sér. Verkefninu verður þó alls ekki lokið. Því er nauðsynlegt að fylgjast áfram með vinnslu þessa máls og kalla eftir upplýsingum þegar verkefnastjórnin skilar af sér. Fá upplýsingar um hvaða verkefni hvert ráðuneyti fær og hver tímalínan er varðandi framgang málsins. Því mun ég fylgjast með.Elsa Lára Arnardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur mikill meirihluti foreldra sem hafa skilið eða slitið samvistum, eða 85 – 95 % samið um sameiginlega forsjá. Er þá oft um að ræða að barn sé viku hjá föður og viku hjá móður. Foreldrar barns ala það upp í sameiningu og deila allri ábyrgð. Jöfn búseta barns hjá foreldrum krefst þó mikilla samskipta og málamiðlana og rannsóknir hafa sýnt fram á að góð foreldrasamvinna skili meiri sátt og því meiri vellíðan fyrir barnið. Sömu rannsóknir sýna að ágreiningur milli foreldra hefur neikvæðari áhrif á líðan barnsins. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þau spor sem stigin hafa verið í átt að því að jafna stöðu foreldra, þá er kerfið enn að þvælast fyrir og það þarf að laga. Vegna þessa lagði ég fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskaði eftir umræðu um málið. Ég óskaði eftir umræðu um hvort unnið sé að lagabreytingu, byggða á skýrslu innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í september 2015. Ég spurði dómsmálaráðherra einnig, hvenær frumvörp um málið yrðu lögð fram? Þessar umræður áttu sér stað inni á Alþingi, núna í byrjun mars. Þar kom fram hjá dómsmálaráðherra að nú þegar hafi verkefnastjórn um málið, skoðað hvaða lögum og reglugerðum þurfi að breyta. Þar kom fram að m.a. þurfi að gera breytingar á barnalögum sem heimili foreldrum, sem fara sameiginlega með forsjá barns og ala það upp á tveimur heimilum, að skipta búsetu barns ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Samkvæmt orðum dómsmálaráðherra komst verkefnastjórnin að því, að ekki var nóg að breyta lögum og reglugerðum, heldur kallaði vinnan jafnframt á umfangsmiklar kerfisbreytingar. Það hafi því verið mikilvægt að upplýsa þá aðila sem málið snertir um þetta verkefni, ásamt því að fá ábendingar og álit. Vegna þessa var kallað eftir tengiliðum frá mennta – og menningarmálaráðuneytinu, ríkisskattstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratryggingum Íslands, Tryggingastofnun og Barnaverndarstofu. Í umræðunni við dómsmálaráðherra kom fram að verkefnastjórnin eigi að ljúka vinnu sinni núna í mars. Í vor mun því undirbúningur að lagafrumvörpum eiga sér stað. Frumvarpi um breytingu á barnalögum, ásamt bandormi með breytingum á ýmsum öðrum lögum. Einnig kom fram að gera þurfi breytingar á reglugerðum. Þessi vinna verður á ábyrgð nokkurra ráðuneyta og er þar um að ræða innanríkisráðuneytið, fjármála – og efnahagsráðuneytið, mennta – og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Nú er mars senn á enda og verkefnastjórnin ætti að fara skila af sér. Verkefninu verður þó alls ekki lokið. Því er nauðsynlegt að fylgjast áfram með vinnslu þessa máls og kalla eftir upplýsingum þegar verkefnastjórnin skilar af sér. Fá upplýsingar um hvaða verkefni hvert ráðuneyti fær og hver tímalínan er varðandi framgang málsins. Því mun ég fylgjast með.Elsa Lára Arnardóttir
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun