Hálfnað verk þá hafið er? Elsa Lára Arnardóttir skrifar 21. mars 2017 17:06 Á síðustu árum hefur mikill meirihluti foreldra sem hafa skilið eða slitið samvistum, eða 85 – 95 % samið um sameiginlega forsjá. Er þá oft um að ræða að barn sé viku hjá föður og viku hjá móður. Foreldrar barns ala það upp í sameiningu og deila allri ábyrgð. Jöfn búseta barns hjá foreldrum krefst þó mikilla samskipta og málamiðlana og rannsóknir hafa sýnt fram á að góð foreldrasamvinna skili meiri sátt og því meiri vellíðan fyrir barnið. Sömu rannsóknir sýna að ágreiningur milli foreldra hefur neikvæðari áhrif á líðan barnsins. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þau spor sem stigin hafa verið í átt að því að jafna stöðu foreldra, þá er kerfið enn að þvælast fyrir og það þarf að laga. Vegna þessa lagði ég fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskaði eftir umræðu um málið. Ég óskaði eftir umræðu um hvort unnið sé að lagabreytingu, byggða á skýrslu innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í september 2015. Ég spurði dómsmálaráðherra einnig, hvenær frumvörp um málið yrðu lögð fram? Þessar umræður áttu sér stað inni á Alþingi, núna í byrjun mars. Þar kom fram hjá dómsmálaráðherra að nú þegar hafi verkefnastjórn um málið, skoðað hvaða lögum og reglugerðum þurfi að breyta. Þar kom fram að m.a. þurfi að gera breytingar á barnalögum sem heimili foreldrum, sem fara sameiginlega með forsjá barns og ala það upp á tveimur heimilum, að skipta búsetu barns ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Samkvæmt orðum dómsmálaráðherra komst verkefnastjórnin að því, að ekki var nóg að breyta lögum og reglugerðum, heldur kallaði vinnan jafnframt á umfangsmiklar kerfisbreytingar. Það hafi því verið mikilvægt að upplýsa þá aðila sem málið snertir um þetta verkefni, ásamt því að fá ábendingar og álit. Vegna þessa var kallað eftir tengiliðum frá mennta – og menningarmálaráðuneytinu, ríkisskattstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratryggingum Íslands, Tryggingastofnun og Barnaverndarstofu. Í umræðunni við dómsmálaráðherra kom fram að verkefnastjórnin eigi að ljúka vinnu sinni núna í mars. Í vor mun því undirbúningur að lagafrumvörpum eiga sér stað. Frumvarpi um breytingu á barnalögum, ásamt bandormi með breytingum á ýmsum öðrum lögum. Einnig kom fram að gera þurfi breytingar á reglugerðum. Þessi vinna verður á ábyrgð nokkurra ráðuneyta og er þar um að ræða innanríkisráðuneytið, fjármála – og efnahagsráðuneytið, mennta – og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Nú er mars senn á enda og verkefnastjórnin ætti að fara skila af sér. Verkefninu verður þó alls ekki lokið. Því er nauðsynlegt að fylgjast áfram með vinnslu þessa máls og kalla eftir upplýsingum þegar verkefnastjórnin skilar af sér. Fá upplýsingar um hvaða verkefni hvert ráðuneyti fær og hver tímalínan er varðandi framgang málsins. Því mun ég fylgjast með.Elsa Lára Arnardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur mikill meirihluti foreldra sem hafa skilið eða slitið samvistum, eða 85 – 95 % samið um sameiginlega forsjá. Er þá oft um að ræða að barn sé viku hjá föður og viku hjá móður. Foreldrar barns ala það upp í sameiningu og deila allri ábyrgð. Jöfn búseta barns hjá foreldrum krefst þó mikilla samskipta og málamiðlana og rannsóknir hafa sýnt fram á að góð foreldrasamvinna skili meiri sátt og því meiri vellíðan fyrir barnið. Sömu rannsóknir sýna að ágreiningur milli foreldra hefur neikvæðari áhrif á líðan barnsins. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þau spor sem stigin hafa verið í átt að því að jafna stöðu foreldra, þá er kerfið enn að þvælast fyrir og það þarf að laga. Vegna þessa lagði ég fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskaði eftir umræðu um málið. Ég óskaði eftir umræðu um hvort unnið sé að lagabreytingu, byggða á skýrslu innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í september 2015. Ég spurði dómsmálaráðherra einnig, hvenær frumvörp um málið yrðu lögð fram? Þessar umræður áttu sér stað inni á Alþingi, núna í byrjun mars. Þar kom fram hjá dómsmálaráðherra að nú þegar hafi verkefnastjórn um málið, skoðað hvaða lögum og reglugerðum þurfi að breyta. Þar kom fram að m.a. þurfi að gera breytingar á barnalögum sem heimili foreldrum, sem fara sameiginlega með forsjá barns og ala það upp á tveimur heimilum, að skipta búsetu barns ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Samkvæmt orðum dómsmálaráðherra komst verkefnastjórnin að því, að ekki var nóg að breyta lögum og reglugerðum, heldur kallaði vinnan jafnframt á umfangsmiklar kerfisbreytingar. Það hafi því verið mikilvægt að upplýsa þá aðila sem málið snertir um þetta verkefni, ásamt því að fá ábendingar og álit. Vegna þessa var kallað eftir tengiliðum frá mennta – og menningarmálaráðuneytinu, ríkisskattstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratryggingum Íslands, Tryggingastofnun og Barnaverndarstofu. Í umræðunni við dómsmálaráðherra kom fram að verkefnastjórnin eigi að ljúka vinnu sinni núna í mars. Í vor mun því undirbúningur að lagafrumvörpum eiga sér stað. Frumvarpi um breytingu á barnalögum, ásamt bandormi með breytingum á ýmsum öðrum lögum. Einnig kom fram að gera þurfi breytingar á reglugerðum. Þessi vinna verður á ábyrgð nokkurra ráðuneyta og er þar um að ræða innanríkisráðuneytið, fjármála – og efnahagsráðuneytið, mennta – og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Nú er mars senn á enda og verkefnastjórnin ætti að fara skila af sér. Verkefninu verður þó alls ekki lokið. Því er nauðsynlegt að fylgjast áfram með vinnslu þessa máls og kalla eftir upplýsingum þegar verkefnastjórnin skilar af sér. Fá upplýsingar um hvaða verkefni hvert ráðuneyti fær og hver tímalínan er varðandi framgang málsins. Því mun ég fylgjast með.Elsa Lára Arnardóttir
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun