Víðsýni og einbeiting í stjórnmálum – blað hefur verið brotið Gunnar Árnason skrifar 14. desember 2017 07:00 Stjórnmálamönnum er misjafnlega vel til lista lagt að vera víðsýnir og einbeittir, rétt eins og okkur mannfólki almennt. Færa má rök fyrir því að við séum frekar klaufsk í þessum efnum. Greinarhöfundur er þess þar af leiðandi fullviss að umræddir eiginleikar teljast til mannkosta sem eru mikilsverðir. Það bar svo við fyrir skemmstu í kosningum til Alþingis að kjósendur dreifðu atkvæðum sínum með eftirtektarverðum hætti. Margir óskuðu sér annarrar niðurstöðu, á meðan sumum varð tíðrætt um að úrslit kosninga væru engan veginn sanngjörn og enn aðrir vona nú heitt og innilega að þetta lagist allt saman í næstu kosningum. Okkur hættir því öllum til að líta fram hjá því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, en einblína þess í stað á hvernig við óskum, vonum eða teljum að hlutirnir eigi að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Greinarhöfundur er ekki í nokkrum vafa um að í nýafstöðnu ferli við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðið úrslitum að tekist var á við stöðuna eins og hún blasti við að loknum kosningum, og með opnum huga. Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmálamenn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni hreyfingarinnar, sem nú hafa tekið við hlutverkum forsætis- og heilbrigðisráðherra, sýndu víðsýni, einbeitingu og hógværð í aðkomu sinni að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir þetta ber að þakka. Af umræddri atburðarás má jafnframt draga feiknamikinn lærdóm sem greinarhöfundur er sannfærður um að verði gerð skil í annálum þegar frá líður, þegar horft er til samsetningar nýrrar stjórnar og sáttmála sem nú liggur fyrir að starfa eftir. Blað hefur verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu.Höfundur er félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum er misjafnlega vel til lista lagt að vera víðsýnir og einbeittir, rétt eins og okkur mannfólki almennt. Færa má rök fyrir því að við séum frekar klaufsk í þessum efnum. Greinarhöfundur er þess þar af leiðandi fullviss að umræddir eiginleikar teljast til mannkosta sem eru mikilsverðir. Það bar svo við fyrir skemmstu í kosningum til Alþingis að kjósendur dreifðu atkvæðum sínum með eftirtektarverðum hætti. Margir óskuðu sér annarrar niðurstöðu, á meðan sumum varð tíðrætt um að úrslit kosninga væru engan veginn sanngjörn og enn aðrir vona nú heitt og innilega að þetta lagist allt saman í næstu kosningum. Okkur hættir því öllum til að líta fram hjá því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, en einblína þess í stað á hvernig við óskum, vonum eða teljum að hlutirnir eigi að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Greinarhöfundur er ekki í nokkrum vafa um að í nýafstöðnu ferli við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðið úrslitum að tekist var á við stöðuna eins og hún blasti við að loknum kosningum, og með opnum huga. Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmálamenn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni hreyfingarinnar, sem nú hafa tekið við hlutverkum forsætis- og heilbrigðisráðherra, sýndu víðsýni, einbeitingu og hógværð í aðkomu sinni að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir þetta ber að þakka. Af umræddri atburðarás má jafnframt draga feiknamikinn lærdóm sem greinarhöfundur er sannfærður um að verði gerð skil í annálum þegar frá líður, þegar horft er til samsetningar nýrrar stjórnar og sáttmála sem nú liggur fyrir að starfa eftir. Blað hefur verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu.Höfundur er félagi í VG.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun