Víðsýni og einbeiting í stjórnmálum – blað hefur verið brotið Gunnar Árnason skrifar 14. desember 2017 07:00 Stjórnmálamönnum er misjafnlega vel til lista lagt að vera víðsýnir og einbeittir, rétt eins og okkur mannfólki almennt. Færa má rök fyrir því að við séum frekar klaufsk í þessum efnum. Greinarhöfundur er þess þar af leiðandi fullviss að umræddir eiginleikar teljast til mannkosta sem eru mikilsverðir. Það bar svo við fyrir skemmstu í kosningum til Alþingis að kjósendur dreifðu atkvæðum sínum með eftirtektarverðum hætti. Margir óskuðu sér annarrar niðurstöðu, á meðan sumum varð tíðrætt um að úrslit kosninga væru engan veginn sanngjörn og enn aðrir vona nú heitt og innilega að þetta lagist allt saman í næstu kosningum. Okkur hættir því öllum til að líta fram hjá því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, en einblína þess í stað á hvernig við óskum, vonum eða teljum að hlutirnir eigi að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Greinarhöfundur er ekki í nokkrum vafa um að í nýafstöðnu ferli við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðið úrslitum að tekist var á við stöðuna eins og hún blasti við að loknum kosningum, og með opnum huga. Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmálamenn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni hreyfingarinnar, sem nú hafa tekið við hlutverkum forsætis- og heilbrigðisráðherra, sýndu víðsýni, einbeitingu og hógværð í aðkomu sinni að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir þetta ber að þakka. Af umræddri atburðarás má jafnframt draga feiknamikinn lærdóm sem greinarhöfundur er sannfærður um að verði gerð skil í annálum þegar frá líður, þegar horft er til samsetningar nýrrar stjórnar og sáttmála sem nú liggur fyrir að starfa eftir. Blað hefur verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu.Höfundur er félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum er misjafnlega vel til lista lagt að vera víðsýnir og einbeittir, rétt eins og okkur mannfólki almennt. Færa má rök fyrir því að við séum frekar klaufsk í þessum efnum. Greinarhöfundur er þess þar af leiðandi fullviss að umræddir eiginleikar teljast til mannkosta sem eru mikilsverðir. Það bar svo við fyrir skemmstu í kosningum til Alþingis að kjósendur dreifðu atkvæðum sínum með eftirtektarverðum hætti. Margir óskuðu sér annarrar niðurstöðu, á meðan sumum varð tíðrætt um að úrslit kosninga væru engan veginn sanngjörn og enn aðrir vona nú heitt og innilega að þetta lagist allt saman í næstu kosningum. Okkur hættir því öllum til að líta fram hjá því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, en einblína þess í stað á hvernig við óskum, vonum eða teljum að hlutirnir eigi að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Greinarhöfundur er ekki í nokkrum vafa um að í nýafstöðnu ferli við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðið úrslitum að tekist var á við stöðuna eins og hún blasti við að loknum kosningum, og með opnum huga. Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmálamenn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni hreyfingarinnar, sem nú hafa tekið við hlutverkum forsætis- og heilbrigðisráðherra, sýndu víðsýni, einbeitingu og hógværð í aðkomu sinni að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir þetta ber að þakka. Af umræddri atburðarás má jafnframt draga feiknamikinn lærdóm sem greinarhöfundur er sannfærður um að verði gerð skil í annálum þegar frá líður, þegar horft er til samsetningar nýrrar stjórnar og sáttmála sem nú liggur fyrir að starfa eftir. Blað hefur verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu.Höfundur er félagi í VG.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar