Víðsýni og einbeiting í stjórnmálum – blað hefur verið brotið Gunnar Árnason skrifar 14. desember 2017 07:00 Stjórnmálamönnum er misjafnlega vel til lista lagt að vera víðsýnir og einbeittir, rétt eins og okkur mannfólki almennt. Færa má rök fyrir því að við séum frekar klaufsk í þessum efnum. Greinarhöfundur er þess þar af leiðandi fullviss að umræddir eiginleikar teljast til mannkosta sem eru mikilsverðir. Það bar svo við fyrir skemmstu í kosningum til Alþingis að kjósendur dreifðu atkvæðum sínum með eftirtektarverðum hætti. Margir óskuðu sér annarrar niðurstöðu, á meðan sumum varð tíðrætt um að úrslit kosninga væru engan veginn sanngjörn og enn aðrir vona nú heitt og innilega að þetta lagist allt saman í næstu kosningum. Okkur hættir því öllum til að líta fram hjá því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, en einblína þess í stað á hvernig við óskum, vonum eða teljum að hlutirnir eigi að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Greinarhöfundur er ekki í nokkrum vafa um að í nýafstöðnu ferli við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðið úrslitum að tekist var á við stöðuna eins og hún blasti við að loknum kosningum, og með opnum huga. Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmálamenn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni hreyfingarinnar, sem nú hafa tekið við hlutverkum forsætis- og heilbrigðisráðherra, sýndu víðsýni, einbeitingu og hógværð í aðkomu sinni að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir þetta ber að þakka. Af umræddri atburðarás má jafnframt draga feiknamikinn lærdóm sem greinarhöfundur er sannfærður um að verði gerð skil í annálum þegar frá líður, þegar horft er til samsetningar nýrrar stjórnar og sáttmála sem nú liggur fyrir að starfa eftir. Blað hefur verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu.Höfundur er félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum er misjafnlega vel til lista lagt að vera víðsýnir og einbeittir, rétt eins og okkur mannfólki almennt. Færa má rök fyrir því að við séum frekar klaufsk í þessum efnum. Greinarhöfundur er þess þar af leiðandi fullviss að umræddir eiginleikar teljast til mannkosta sem eru mikilsverðir. Það bar svo við fyrir skemmstu í kosningum til Alþingis að kjósendur dreifðu atkvæðum sínum með eftirtektarverðum hætti. Margir óskuðu sér annarrar niðurstöðu, á meðan sumum varð tíðrætt um að úrslit kosninga væru engan veginn sanngjörn og enn aðrir vona nú heitt og innilega að þetta lagist allt saman í næstu kosningum. Okkur hættir því öllum til að líta fram hjá því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, en einblína þess í stað á hvernig við óskum, vonum eða teljum að hlutirnir eigi að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Greinarhöfundur er ekki í nokkrum vafa um að í nýafstöðnu ferli við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðið úrslitum að tekist var á við stöðuna eins og hún blasti við að loknum kosningum, og með opnum huga. Í umræddu ferli náðu í það minnsta tveir stjórnmálamenn að lyfta sér á hærra plan með eftirtektarverðum hætti. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni hreyfingarinnar, sem nú hafa tekið við hlutverkum forsætis- og heilbrigðisráðherra, sýndu víðsýni, einbeitingu og hógværð í aðkomu sinni að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir þetta ber að þakka. Af umræddri atburðarás má jafnframt draga feiknamikinn lærdóm sem greinarhöfundur er sannfærður um að verði gerð skil í annálum þegar frá líður, þegar horft er til samsetningar nýrrar stjórnar og sáttmála sem nú liggur fyrir að starfa eftir. Blað hefur verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu.Höfundur er félagi í VG.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar