Bókaprentun í alþjóðlegu samhengi Eyþór Páll Hauksson skrifar 14. desember 2017 07:00 Að gefnu tilefni, varðandi fréttir undanfarnar vikur um að bókaprentun sé að leggjast af á Íslandi, þá hefur undirritaður starfað við fagið í 35 ár, m.a. í Odda í 15 ár og við eigið fyrirtæki, Prentmiðlun, síðan 2008. Prentmiðlun sérhæfir sig í prentumsjón og innflutningi á bókum fyrir útgefendur hér heima og erlendis. Og hefur því haft puttann á bókaprentunarpúlsinum í all langan tíma. Því hefur víða verið haldið fram að prentun á harðbandsbókum sé að leggjast af hérlendis, en það er ekki allskostar rétt þó að sá stærsti hafi ákveðið að hætta þar sem Prentmet er m.a. enn að binda inn bækur. Prentmiðlun hefur ekki litið á sig sem samkeppnisaðila við Odda eða aðra innlenda framleiðendur, heldur við öll hin erlendu prent- og prentumsjónarfyrirtæki sem sækja mjög fast inn á okkar litla markað og með vaxandi þunga á hverju ári. Við höfum því brúað bilið fyrir marga sem vilja fá erlend verð en íslenska þjónustu. Þróunin hér heima kemur bæði á óvart og ekki. Við hrunið, þegar gengi íslensku krónunnar fór á hliðina, taldi ég fullvíst að mitt nýstofnaða fyrirtæki væri sjálfkrafa komið úr leik þar sem erlent innflutt prentverk var á einu augabragði orðið meira en tvöfalt dýrara en áður. Þrátt fyrir þessa kollsteypu í genginu þá var prentun eftir sem áður jafnan óhagstæðari innanlands. Þetta þýðir í raun að verðhækkun á innlendri bókaprentun hefur á sama tíma verið gríðarleg. Í stað þess að ná allri eða mest allri prentun aftur hingað heim, þá gerðist það ekki. Því tel ég að vandinn sé að góðum hluta heimatilbúinn.Með betri nýtingu Sem gömlum fagmanni finnst mér þessi þróun auðvitað miður. Horfandi yfir sviðið verður líka að viðurkennast að tækjabúnaður við prentun og bókband hérlendis er jafnan miklu eldri en í þeim smiðjum sem við hjá Prentmiðlun þekkjum til og því mannfrekari og afkastaminni en ella. Ég tel stærsta málið vera það að fyrirtæki erlendis eru með allt aðra og betri nýtingu á sínum vélakosti eða a.m.k. tífalt meiri ef við horfum á bókbandið sérstaklega. Þá er verið að keppa á móti mjög sérhæfðum fyrirtækjum, þ.e. prentsmiðjum sem eru eingöngu í bókaprentun og ekki neinu öðru. Sumar prenta til að mynda aðeins svarthvítar textabækur og jafnvel bara í örfáum ákveðnum stærðum. Það á t.d. við um eitt títtnefnt fyrirtæki, Bookwell, sem hefur fengið mikla kynningu á flestum vef- og prentmiðlum síðustu vikur sem hin nýja bókasmiðja fyrir Ísland, en það fyrirtæki prentar hins vegar í dag aðeins svarthvítar bækur eftir að það lokaði einni aðalverksmiðju sinni nú í haust eftir mikla rekstrarörðugleika. Það hefur því verið hálfgert ástand í bókaprentun um allnokkurt skeið. Sem dæmi þá hefur ekki verið alvöru bókband í Noregi um alllangt skeið og þarlendar prentsmiðjur senda því prentaðar arkir í bókband til m.a. Þýskalands og Danmerkur. Þá er líka búið að skrúfa verulega fyrir hjá einni stærstu bókasmiðju Svíþjóðar sem er núna varla svipur hjá sjón eftir uppsagnir um 60% starfsfólks á árinu. Sama hefur svo verið upp á teningnum í Englandi um alllangt skeið, þar er mest öll litprentun á bókum farin úr landi og búið að loka fyrirtækjum. Stundum dúkkar líka upp í umræðunni prentun í Kína en verð þar hafa snarhækkað á undanförnum misserum vegna mikilla hækkana á lágmarkslaunum. Þar að auki hefur pappírsverð þar hækkað langtum meira en hér í Evrópu. Nú er svo komið að búið er að loka mörgum bókasmiðjum þar í landi. Við erum því oftar en ekki að sjá sambærileg prentverð í Evrópu og Kína, en gengisþróun evru gagnvart dollara spilar þar líka inn í. Hér er því alls ekki um eitthvert sér íslenskt fyrirbrigði að ræða á okkar prentmarkaði þar sem við sjáum þessa þróun allt í kringum okkur á síðasta áratug, fyrirtæki eru að loka, sameinast og flytja starfsemi sína. Höfundur er prentari og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni, varðandi fréttir undanfarnar vikur um að bókaprentun sé að leggjast af á Íslandi, þá hefur undirritaður starfað við fagið í 35 ár, m.a. í Odda í 15 ár og við eigið fyrirtæki, Prentmiðlun, síðan 2008. Prentmiðlun sérhæfir sig í prentumsjón og innflutningi á bókum fyrir útgefendur hér heima og erlendis. Og hefur því haft puttann á bókaprentunarpúlsinum í all langan tíma. Því hefur víða verið haldið fram að prentun á harðbandsbókum sé að leggjast af hérlendis, en það er ekki allskostar rétt þó að sá stærsti hafi ákveðið að hætta þar sem Prentmet er m.a. enn að binda inn bækur. Prentmiðlun hefur ekki litið á sig sem samkeppnisaðila við Odda eða aðra innlenda framleiðendur, heldur við öll hin erlendu prent- og prentumsjónarfyrirtæki sem sækja mjög fast inn á okkar litla markað og með vaxandi þunga á hverju ári. Við höfum því brúað bilið fyrir marga sem vilja fá erlend verð en íslenska þjónustu. Þróunin hér heima kemur bæði á óvart og ekki. Við hrunið, þegar gengi íslensku krónunnar fór á hliðina, taldi ég fullvíst að mitt nýstofnaða fyrirtæki væri sjálfkrafa komið úr leik þar sem erlent innflutt prentverk var á einu augabragði orðið meira en tvöfalt dýrara en áður. Þrátt fyrir þessa kollsteypu í genginu þá var prentun eftir sem áður jafnan óhagstæðari innanlands. Þetta þýðir í raun að verðhækkun á innlendri bókaprentun hefur á sama tíma verið gríðarleg. Í stað þess að ná allri eða mest allri prentun aftur hingað heim, þá gerðist það ekki. Því tel ég að vandinn sé að góðum hluta heimatilbúinn.Með betri nýtingu Sem gömlum fagmanni finnst mér þessi þróun auðvitað miður. Horfandi yfir sviðið verður líka að viðurkennast að tækjabúnaður við prentun og bókband hérlendis er jafnan miklu eldri en í þeim smiðjum sem við hjá Prentmiðlun þekkjum til og því mannfrekari og afkastaminni en ella. Ég tel stærsta málið vera það að fyrirtæki erlendis eru með allt aðra og betri nýtingu á sínum vélakosti eða a.m.k. tífalt meiri ef við horfum á bókbandið sérstaklega. Þá er verið að keppa á móti mjög sérhæfðum fyrirtækjum, þ.e. prentsmiðjum sem eru eingöngu í bókaprentun og ekki neinu öðru. Sumar prenta til að mynda aðeins svarthvítar textabækur og jafnvel bara í örfáum ákveðnum stærðum. Það á t.d. við um eitt títtnefnt fyrirtæki, Bookwell, sem hefur fengið mikla kynningu á flestum vef- og prentmiðlum síðustu vikur sem hin nýja bókasmiðja fyrir Ísland, en það fyrirtæki prentar hins vegar í dag aðeins svarthvítar bækur eftir að það lokaði einni aðalverksmiðju sinni nú í haust eftir mikla rekstrarörðugleika. Það hefur því verið hálfgert ástand í bókaprentun um allnokkurt skeið. Sem dæmi þá hefur ekki verið alvöru bókband í Noregi um alllangt skeið og þarlendar prentsmiðjur senda því prentaðar arkir í bókband til m.a. Þýskalands og Danmerkur. Þá er líka búið að skrúfa verulega fyrir hjá einni stærstu bókasmiðju Svíþjóðar sem er núna varla svipur hjá sjón eftir uppsagnir um 60% starfsfólks á árinu. Sama hefur svo verið upp á teningnum í Englandi um alllangt skeið, þar er mest öll litprentun á bókum farin úr landi og búið að loka fyrirtækjum. Stundum dúkkar líka upp í umræðunni prentun í Kína en verð þar hafa snarhækkað á undanförnum misserum vegna mikilla hækkana á lágmarkslaunum. Þar að auki hefur pappírsverð þar hækkað langtum meira en hér í Evrópu. Nú er svo komið að búið er að loka mörgum bókasmiðjum þar í landi. Við erum því oftar en ekki að sjá sambærileg prentverð í Evrópu og Kína, en gengisþróun evru gagnvart dollara spilar þar líka inn í. Hér er því alls ekki um eitthvert sér íslenskt fyrirbrigði að ræða á okkar prentmarkaði þar sem við sjáum þessa þróun allt í kringum okkur á síðasta áratug, fyrirtæki eru að loka, sameinast og flytja starfsemi sína. Höfundur er prentari og framkvæmdastjóri.