Hvar er best að kúka í Evrópu? „Þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt“ Benedikt Bóas skrifar 28. nóvember 2017 11:30 Gunnar Ben sturtaði niður víða um Evrópu. Vísir/Garðar „Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“ Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
„Aðstaðan var almennt séð alveg þokkaleg. Það var helst að tónleikastaðir í Austur-Evrópu væru helst til nýtnir á seturnar. Ég veit ekki hvort ég treysti mér að tilnefnda besta staðinn en það var góð aðstaða víða í Frakklandi þar sem var ró og næði og snyrtilegheit,“ segir Gunnar Ben, tónlistarmaður í Skálmöld. Skálmöld er nýkomin heim eftir mánaðar túr um Evrópu þar sem spilað var um allar trissur nánast á hverju kvöldi. Gunnar tók út klósettaðstöðuna þar sem þeir spiluðu og segir að aðstaða rokkaranna hafi víða verið í lagi en þar sem hún var í ólagi – þar var vont að vera. „Þegar maður kemst á klósett eftir langt ferðalag og oft hrikalegt mataræði þá liggur stundum allt til sýnis á floti í klósettinu og stundum óþægilega ofarlega ef vatnsstaðan er þannig. Það hefur komið fyrir að menn hafa lent í klípu og jafnvel blotnað við þannig aðstöðu. Það er tvennt sem er verst. Það er þegar vantar setuna og pappírinn. Þegar það vantar þessa sjálfsögðu hluti. Á Legend Club í Mílanó þurfti nánast að bakka inn, plássleysið var slíkt. Maður gerði sitt og þurfti að taka servéttu með, fyrir utan að það var ekki einu sinni vaskur.“Hann segir að Ísland sé svolítið sér á báti þegar kemur að aðstöðu. Ísland er pínu skrýtið því það er ekki mikið baksviðsrými almennt. Ísland er ekki í þessum pakka að hljómsveitir koma á hádegi og fá jafnvel mat og maður er á klúbbnum allan daginn. Jafnvel er kvöldverður líka með. Á Íslandi er yfirleitt ekki klósett og sturta baksviðs – hvað þá veitingar.“ Gunnar gengur þó glaður frá túrnum enda hafi gengið vel og jafnvel framar björtustu vonum. „Það voru margir mættir til að hlusta á okkur, menn og konur mættu merkt í gömlu Skálmaldarbolunum sínum og við upplifðum góðan byr og gott bakland,“ segir hann og hlær. Eftir mánaðar túr um Evrópu er komið að Skálmöld að spila á Íslandi en langt er síðan hljómsveitin spilaði síðast hérlendis. Á laugardag verða Aðventutónleikar andskotans þar sem Dimma slær einnig í rokkklárinn. „Við erum alveg svakalega vel æfðir þessa dagana eftir túrinn og það er gott að spila þá á Íslandi. Við höfum verið að tala um að taka gigg saman og erum spenntir. Við erum að spila oft á sömu stöðum en aldrei saman þannig það var kominn tími á þetta samstarf.“
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira