

Eiturpillur Ingólfs
Hann segist ekkert finna sameiginlegt með þessum stofnum annað en að þeir teljist báðir vera: „hluti af dýraríkinu.“
Líklega verður maður að vona að flugstjórinn meti af meiri vandvirkni aðstæður í flugi sínu en þarna kemur fram. Það er umtalsvert fleira sem er sammerkt með þessum tveimur tilgreindu lífverum, laxinum og sauðkindinni. Báðar eru þessar tegundir aldar hér á landi til manneldis og kynbættar til aukinna afurða og arðsemi.
Ingólfur ber saman búskaparhætti þessara stofna og segir: „Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu.“
Sumarbeit sauðfjár er oftast u. þ. b. 4 mánuðir eða 1/3 hluti ársins. Hina tvo hlutana er kindin í afmörkuðu rými, líkt og laxinn. Sauðkindin er alin u.þ.b. 2/3 hluta af árinu í lokuðum niðurhólfuðum húsum. Þar er sett í hvert hólf eins margar kindur og menn telja hægt án þess að skaði hljótist af fyrir kindurnar. Álíka frelsishindrun er viðhöfð í laxeldinu. Erfiðar gæti þó gengið að smala laxi saman á haustin, líkt og sauðfénu. Þess vegna er ekki farið að sleppa honum enn lausum yfir sumarið, hvað sem síðar verður.
Sauðkindin er innflutt en hefur verið ræktuð hér um aldir og talin Íslensk. Eldislaxinn er enn á þróunarskeiði hvað varðar ræktun hér á landi, einungis verið hér í 30 ár eða 10 eldiskynslóðir.
Báðir stofnar eru verulega mikilvægir fyrir þokkaleg lífskjör fólks hér á landi. Annar gefur þjóðarbúinu umtalsvert meiri gjaldeyristekjur. Hinn sparar mikinn gjaldeyri. Ekki er í þessu tilviki metið hvort annar er mikilvægari hinum en báðir teljast afar mikilvægir.
Um fóðrun eldislaxins segir Ingólfur: „Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri,“ - Rétt er það Ingólfur en það sama á við um kjúklinga og svín. Einnig um ýmsar tegundir fóðurvara fyrir sauðfé og nautgripi.
Velta má fyrir sér hvort greinarhöfundur hafi ekki áttað sig á þessu eða telji almennt fóðrun með tilbúnum fóðurvörum óæskilega? Sé svo, má benda á að við höfum í mörg ár lagt okkur til munns ýmiskonar vaxtahormóna í kjúklingaræktinni, ásamt úrvali lita- og rotvarnarefna. Líklega er um fleiri aukaefni að ræða í þeim kjötvörum sem við kaupum.
Um laxastofninn hjá Arnarlax segir Ingólfur að um sé að ræða: „erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru.“ Nokkuð rasistaleg ummæli um hinn norskættaða lax sem fluttur var hingað sem hrogn 1986 og hefur verið ræktaður hér síðan af íslensku fyrirtæki í 30 ár, eða 10 eldiskynslóðir laxfiska. Einhverjir hafa nú fengið viðurkennda heimilisfesti hér á skemmri tíma.
En hvað af dýrastofnum okkar er íslenskt? Við fluttum inn Mink og Ref sem friðspilla í náttúru landsins. Hesturinn, svín og nautgripir eru innflutt og í stöðugri kynbótaræktun. Stofn kjúklingaræktunar kemur á fárra ára fresti frá Svíþjóð en stofn varphæna kemur árlega frá Noregi. Íslensku eggin sem við borðum eru því í raun norskt aðskotadýr, að mati Ingólfs.
Og við höfum einnig fluttum inn fjölda tegunda af hundum og ýmiskonar gæludýra.
Hingað hefur líka flutt talverður fjöldi fólks af erlendum uppruna, auk umtalsverðs fjölda ættleiddra erlendra barna, sem hefur leitt af sér kynblöndun íslenska stofnsins.
Ekki er ætlun hér að gagnrýna það sem flestum finnist hafa auðga mannlíf og víkkað sjóndeildarhring fólks á Íslandi. Enga hef ég áður heyrt tala um framangreind dýr eða fólk sem „erlent aðskotadýr“, eins og Ingólfur flugstjóri viðhefur í grein sinni.
Áhyggjur Ingólfs um „myndun fjalls af úrgangi“ undir botni sjókvíanna virðast byggðar á vanþekkingu. Þekkt er af kynningu Arnarlax um starfsemi sína að kvíarnar verði færðar til milli svæða og hvert svæði hvílt um tíma áður en kvíar verði settar þar aftur. Arnarfjörður hefur afar góða kosti varðandi fiskeldi. Fjörðurinn er tiltölulega djúpur og straumþungi í firðinum er þó nokkur. Komið hefur fram að helstu áhættuþættir svo sem seltumagn, hitastig, súrefni og straumar, var tryggilega mælt um nokkuð langan tíma áður en starfsemi hófst.
Til viðbótar þessu má líta til þess að í áratugi á síðustu öld var mikil fiskigengd í Arnarfirði. Einnig veiddist þar rækja í miklu magni. Ekki er ólíklegt að magn fiskigengdar í Arnarfirði á þeim tíma hafi skipt þúsundum tonna á ársgrundvelli, án þess að fjörðurinn hafi nokkuð grynnkað eða fjöll af úrgangi myndast á þeim svæðum sem fiskur hélt sig mest til langs tíma.
Ingólfur vísar til mengunar í Patreksfirði og kennir Arnarlaxi um. Hann segir að: „skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eitt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman.“ Ingólfur vísar þarna til skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða (NV) um botndýrsamfélög svæðisins áður en fiskeldið byrjaði. Í skýrslunni segir að engar mælingar hafi verið til frá þeim tíma.
Fyrst hann vísar til skýrslu NV, veit hann líklega að Arnarlax er að byrja með eldið í Patreksfirði. Hann á að vita að Fjarðalax, rak eldisstöðina í Patreksfirði en sameinaðist Arnarlaxi 2016. Af skýrslunni má ráða að Fjarðalax hafi verið að ljúka eldisferli. Líklegt hafi umrædd rannsókn verið gerð að beiðni Arnarlax, til að fá faglega úttekt á eldissvæðinu þegar þeir tækju við af Fjarðalaxi.
Í skýrslunni kemur fram að Arnarlax ætli að sækja um sérstaka gæðavottun eldissvæðisins í Patreksfirði áður en aftur verði settur fiskur í kvíarnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að líkur bendi til að kvíasvæðið hafi ekki fengið næga hvíld, áður en síðasti eldisáfangi hófst hjá Fjarðalaxi. Flestir athugunarpóstar reyndust í lagi en tveir stóðust ekki áætlaðar vottunarkröfur Arnarlax.
Í skýrslunni má líka sjá að eldiskvíarnar við Hlaðseyri í Patreksfirði væru ekki vel staðsettar miðað við hvernig straumar liggi í firðinum. Um kvíarnar frá Fjarðalaxi, liggur straumur inn fjörðinn, í gegnum kvíasvæðið, sem beri úrgangsefni inn fjörðinn. Skilja má orðalag í skýrslu þannig að færa verði kvíarnar lengra út í fjörðinn til að útstraumurinn hreinsi úrganginn út fjörðinn.
Ekki verður annað af umræddri skýrslu ráðið en að NV beri fullt traust til Arnarlax og stjórnenda þess til að framkvæma þær breytingar sem þeir telja þörf á svo eðlilegt heilbrigði verði á svæðinu.
Hvaðan Ingólfi kemur metnaður til þeirra ósanninda sem hann setur fram í grein sinni hefur undirritaður engan áhuga á að vita. Það er dapurlegt þegar menn sem telja sig berjast fyrir heilbrigðri náttúru, hafi ekki traustari vopn til baráttu sinnar en hættuleg ósannindi, sem hæglega gætu eyðilagt undirstöðu atvinnuveg í rótgrónu byggðarlagi. Ef Ingólfur og hans samherjar í The Icelandic Wild-Life Fund, eru ósáttir við stefnu stjórnvalda um fiskeldi, væri heiðarlegra að etja rökfræðikapp við þingmenn Alþingis í stað þess að vega með ósannindum og dylgjum að fyrirtæki sem á allan mælanlegan máta virðist standa vel og eðlilega að allri sinni starfssemi.
Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi.
Tengdar fréttir

Eiturefnahernaður í Arnarfirði
Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru.
Skoðun

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar