Sjúkraliðinn - ég Fríða Björk Sandholt skrifar 27. desember 2017 09:00 Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;)
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun