Sjúkraliðinn - ég Fríða Björk Sandholt skrifar 27. desember 2017 09:00 Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;)
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar