Rannsaka hvort neyða átti mennina til kynlífs Snærós Sindradóttir skrifar 7. apríl 2017 07:00 Mennirnir komu til landsins með flugi um síðustu helgi. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeir séu vegabréfslausir. vísir/andri marinó Mennirnir tveir frá Rúmeníu, sem lögreglan er nú að rannsaka hvort séu fórnarlamb mansals, gáfu sig fram við Rauða krossinn strax við komuna til landsins. Þeir bera því við að hafa orðið fyrir ofbeldi í öðru landi þar sem þeir voru gerðir út. Framburður mannanna gefur tilefni til að lögregla rannsaki hvort ekki einungis sé um vinnumansalsmál að ræða, heldur einnig kynlífsmansal. Mennirnir komu til landsins um síðustu helgi frá ótilgreindu landi innan Schengen-svæðisins og leituðu á náðir Rauða krossins. Þeir eru báðir á þrítugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur enginn verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er en lögregla segir að verið sé að reyna að sannreyna sögu mannanna. Mennirnir hafi ekki getað bent á það hver átti að taka á móti þeim hér á landi. „Í grunninn er grunur um mansal en hvort það er nauðungarvinna eða kynlífsmansal er ekki hægt að staðfesta núna,“ segir Snorri Birgisson, sem fer fyrir mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá sem átti að sækja mennina við komuna til landsins hafi látið sjá sig en mennirnir segja að þeir hafi látið sig hverfa annað áður en til kynna við viðkomandi kom. „Þetta mál er bara alveg á frumstigi. Hverjir, hvar, hvenær og svo framvegis. Við erum að meta frásögn einstaklinganna.“ Undanfarin ár hefur lögreglan haft í nógu að snúast við að rannsaka vinnumansal en minna hefur borið á rannsóknum vegna kynlífsmansals. Fréttablaðið greindi ítarlega frá rannsókn á vinnumansalsmáli innan Félags heyrnarlausra á síðasta ári og mansals hjá undirfyrirtæki IceWear í Vík í Mýrdal. Samkvæmt áætlun síðustu ríkisstjórnar gegn mansali á Íslandi er mansal sagt vera hagnýting á einstaklingum í kynferðislegum tilgangi, vinnuþrælkun eða refsiverð hagnýting á líkama einstaklings til dæmis með fíkniefnasmygli eða líffærasölu. Einstaklingar eða hópar einstaklinga séu notaðir í ábataskyni með einum eða öðrum hætti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsaka grun um mansal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál tveggja karlmanna frá Rúmeníu en grunur leikur á að þeir séu fórnarlömb vinnumansals. Rúmenarnir höfðu samband við Rauða kross Íslands um helgina og óskuðu eftir aðstoð. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Mennirnir tveir frá Rúmeníu, sem lögreglan er nú að rannsaka hvort séu fórnarlamb mansals, gáfu sig fram við Rauða krossinn strax við komuna til landsins. Þeir bera því við að hafa orðið fyrir ofbeldi í öðru landi þar sem þeir voru gerðir út. Framburður mannanna gefur tilefni til að lögregla rannsaki hvort ekki einungis sé um vinnumansalsmál að ræða, heldur einnig kynlífsmansal. Mennirnir komu til landsins um síðustu helgi frá ótilgreindu landi innan Schengen-svæðisins og leituðu á náðir Rauða krossins. Þeir eru báðir á þrítugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur enginn verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er en lögregla segir að verið sé að reyna að sannreyna sögu mannanna. Mennirnir hafi ekki getað bent á það hver átti að taka á móti þeim hér á landi. „Í grunninn er grunur um mansal en hvort það er nauðungarvinna eða kynlífsmansal er ekki hægt að staðfesta núna,“ segir Snorri Birgisson, sem fer fyrir mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá sem átti að sækja mennina við komuna til landsins hafi látið sjá sig en mennirnir segja að þeir hafi látið sig hverfa annað áður en til kynna við viðkomandi kom. „Þetta mál er bara alveg á frumstigi. Hverjir, hvar, hvenær og svo framvegis. Við erum að meta frásögn einstaklinganna.“ Undanfarin ár hefur lögreglan haft í nógu að snúast við að rannsaka vinnumansal en minna hefur borið á rannsóknum vegna kynlífsmansals. Fréttablaðið greindi ítarlega frá rannsókn á vinnumansalsmáli innan Félags heyrnarlausra á síðasta ári og mansals hjá undirfyrirtæki IceWear í Vík í Mýrdal. Samkvæmt áætlun síðustu ríkisstjórnar gegn mansali á Íslandi er mansal sagt vera hagnýting á einstaklingum í kynferðislegum tilgangi, vinnuþrælkun eða refsiverð hagnýting á líkama einstaklings til dæmis með fíkniefnasmygli eða líffærasölu. Einstaklingar eða hópar einstaklinga séu notaðir í ábataskyni með einum eða öðrum hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsaka grun um mansal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál tveggja karlmanna frá Rúmeníu en grunur leikur á að þeir séu fórnarlömb vinnumansals. Rúmenarnir höfðu samband við Rauða kross Íslands um helgina og óskuðu eftir aðstoð. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Rannsaka grun um mansal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál tveggja karlmanna frá Rúmeníu en grunur leikur á að þeir séu fórnarlömb vinnumansals. Rúmenarnir höfðu samband við Rauða kross Íslands um helgina og óskuðu eftir aðstoð. 6. apríl 2017 06:00