Jóhann settur af við gerð Blade Runner Benedikt Bóas skrifar 8. september 2017 13:30 Ryan Gosling, aðalstjarnan í myndinni, ásamt leikkonunum Ana de Armas og Mackenzie Davis NordicPhotos/Getty Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira