Sannleikurinn er sagna bestur – svar til Elínar Áslaug Friðriksdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar