Sannleikurinn er sagna bestur – svar til Elínar Áslaug Friðriksdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun