Lestrarhestar stórir og smáir Bryndís Jónsdóttir skrifar 21. desember 2017 07:00 Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna segir í texta lagsins „Hátíð í bæ“ eftir Ólaf Gauk í samræmi við tíðarandann þegar textinn var saminn. Í dag myndum við alveg eins syngja „hún fékk bók en hann fékk nál og tvinna“ enda stelpur og konur ekki minna áhugasamar um bóklestur en drengir, nema síður sé, og piltarnir margir hverjir lagtækir með nál og tvinna. Lestur er undirstaða allrar menntunar og það fer vel á því, í miðju jólabókaflóðinu, að minna foreldra og forráðamenn og ömmur og afa á að gleyma ekki að lesa fyrir og með börnunum um jólin. Lesturinn þarf ekki að vera á sama formi og á skólatíma, það er tilvalið að skiptast á að lesa upphátt úr skemmtilegum bókum, jafnvel með leikrænum tilburðum. Muna bara að velja bækur sem hæfa aldri og áhugasviði þess sem les. Unglingarnir geta til dæmis lesið fyrir ömmu og afa og öfugt, litlu börnin fyrir eldri systkini og mamma og pabbi hvort fyrir annað því við fullorðna fólkið erum jú fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri. Það má stofna fjölskyldubókaklúbb og láta alla segja stuttlega frá einni bók eða allir lesa sömu bókina og ræða hana svo sín á milli. Lestrarkeppni fjölskyldunnar getur líka verið góð hugmynd eða að brydda upp á einhverju öðru skemmtilegu sem tengir kynslóðir saman í lestri. Hvernig væri svo að lesa uppskriftir að uppáhalds jólasmákökunum áður en þeim er stungið í ofninn og textana í öllum skemmtilegu jólalögunum áður en farið er á jólaball. Svo má lesa á götuskilti þegar verið er að keyra út kort og pakka, æfa sig að skrifa bréf til Sveinka og auðvitað lesa á jólapakkana. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið til að finna skemmtilegar leiðir til að örva börn á öllum aldri til lesturs. Á vef Heimilis og skóla, www.heimiliogskoli.is, má finna jólalestrarbingó sem er skemmtilegt fyrir allan aldur, þar má einnig finna Læsissáttmála Heimilis og skóla og góð ráð til foreldra varðandi stuðning við lestur. Á vef Menntamálastofnunar, www.mms.is, má finna áhugaverðan leik, Jólasveinalestur, sem er samvinnuverkefni með Félagi fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV. Eigum saman notaleg lestrarjól með fjölskyldunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna segir í texta lagsins „Hátíð í bæ“ eftir Ólaf Gauk í samræmi við tíðarandann þegar textinn var saminn. Í dag myndum við alveg eins syngja „hún fékk bók en hann fékk nál og tvinna“ enda stelpur og konur ekki minna áhugasamar um bóklestur en drengir, nema síður sé, og piltarnir margir hverjir lagtækir með nál og tvinna. Lestur er undirstaða allrar menntunar og það fer vel á því, í miðju jólabókaflóðinu, að minna foreldra og forráðamenn og ömmur og afa á að gleyma ekki að lesa fyrir og með börnunum um jólin. Lesturinn þarf ekki að vera á sama formi og á skólatíma, það er tilvalið að skiptast á að lesa upphátt úr skemmtilegum bókum, jafnvel með leikrænum tilburðum. Muna bara að velja bækur sem hæfa aldri og áhugasviði þess sem les. Unglingarnir geta til dæmis lesið fyrir ömmu og afa og öfugt, litlu börnin fyrir eldri systkini og mamma og pabbi hvort fyrir annað því við fullorðna fólkið erum jú fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri. Það má stofna fjölskyldubókaklúbb og láta alla segja stuttlega frá einni bók eða allir lesa sömu bókina og ræða hana svo sín á milli. Lestrarkeppni fjölskyldunnar getur líka verið góð hugmynd eða að brydda upp á einhverju öðru skemmtilegu sem tengir kynslóðir saman í lestri. Hvernig væri svo að lesa uppskriftir að uppáhalds jólasmákökunum áður en þeim er stungið í ofninn og textana í öllum skemmtilegu jólalögunum áður en farið er á jólaball. Svo má lesa á götuskilti þegar verið er að keyra út kort og pakka, æfa sig að skrifa bréf til Sveinka og auðvitað lesa á jólapakkana. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið til að finna skemmtilegar leiðir til að örva börn á öllum aldri til lesturs. Á vef Heimilis og skóla, www.heimiliogskoli.is, má finna jólalestrarbingó sem er skemmtilegt fyrir allan aldur, þar má einnig finna Læsissáttmála Heimilis og skóla og góð ráð til foreldra varðandi stuðning við lestur. Á vef Menntamálastofnunar, www.mms.is, má finna áhugaverðan leik, Jólasveinalestur, sem er samvinnuverkefni með Félagi fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV. Eigum saman notaleg lestrarjól með fjölskyldunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun