„Þegar maður heyrir í og finnur fyrir stórri sprengingu þakkar maður fyrir að hafa ekki verið þar sjálfur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2017 20:00 Íslenskur friðargæsluliði sem starfar á vegum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan segir ástandið í landinu fara versnandi en tvær stórar sprengjuárásir hafa verið gerðar í höfuðborginni Kabúl á stuttum tíma. Una Sighvatsdóttir tók við starfi upplýsingafulltrúa NATO í Afganistan um miðjan desember á síðasta ári en þar sem hún starfar innan um alþjóðafriðargæsluliða og segir hún að aðlögunarferlið frá friðsælu lífi hér á landi og til Afganistan hafi verið erfitt. „Þetta eru auðvitað mjög framandi aðstæður, ekki síst fyrir Íslending. Bæði menningarheimurinn í þessu landi en ekki síður menningarheimur vestrænna herja, að koma inn í þær vinnuaðstæður sem ég lifi og hrærist í núna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan. Una segir það mikilvægt fyrir Íslendinga, sem herlausa friðarþjóð, að hafa þekkingu á hvernig þessi hluti alþjóðasamskipta virkar. Starf Unu á svæðinu er margþætt en er þó helst bunið í að mynda störf hermanna á svæðinu og með því koma starfi NATO á framfæri. „Ég fer töluvert á vettvang, þar sem til dæmis verið að þjálfa afganska hermenn eða afgönsku sérsveitina og svoleiðis. Það eru evrópskar hersveitir sem sjá um að þjálfa það,“ segir Una. Una segir að óróleiki í landinu hafi vaxið að undanförnu og að Afganir séu orðnir þreyttir á ástandinu 15 árum eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. „Hin "geopólitíska" staða á þessu svæði er rosalega flókin og hún virðist bara vera að flækjast enn þá meira. Nú er hið svokallaða Íslamska ríki byrjað að fálma inn í Afganistan líka sem að flækir stöðuna þar enn frekar. Talibanar eru farir að vera í stríði við þá líka þannig að það er rosalega erfið staða þarna. Það sem að NATO er að reyna að gera er að styðja Afgani við að byggja upp samfélag. Sá stöðugleiki er ofboðslega brothættur og það er alveg hætt við því núna að hann brotni,“ segir Una. Tvær stórar sprengjuárásir hafa orðið á skömmum tíma á því svæði þar sem Una starfar. „Þegar maður heyrir í og finnur fyrir stórri sprengingu þá auðvitað hugsar maður fyrst og fremst um allt fólkið sem að var á staðnum og þakkar fyrir að hafa ekki verið þar sjálfur. Þetta er ástand sem að er mjög lýjandi að búa við og það tekur á taugarnar,“ segir Una.Ítarlegt við viðtal við Unu um störf hennar í Afganistan má lesa í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Íslenskur friðargæsluliði sem starfar á vegum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan segir ástandið í landinu fara versnandi en tvær stórar sprengjuárásir hafa verið gerðar í höfuðborginni Kabúl á stuttum tíma. Una Sighvatsdóttir tók við starfi upplýsingafulltrúa NATO í Afganistan um miðjan desember á síðasta ári en þar sem hún starfar innan um alþjóðafriðargæsluliða og segir hún að aðlögunarferlið frá friðsælu lífi hér á landi og til Afganistan hafi verið erfitt. „Þetta eru auðvitað mjög framandi aðstæður, ekki síst fyrir Íslending. Bæði menningarheimurinn í þessu landi en ekki síður menningarheimur vestrænna herja, að koma inn í þær vinnuaðstæður sem ég lifi og hrærist í núna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan. Una segir það mikilvægt fyrir Íslendinga, sem herlausa friðarþjóð, að hafa þekkingu á hvernig þessi hluti alþjóðasamskipta virkar. Starf Unu á svæðinu er margþætt en er þó helst bunið í að mynda störf hermanna á svæðinu og með því koma starfi NATO á framfæri. „Ég fer töluvert á vettvang, þar sem til dæmis verið að þjálfa afganska hermenn eða afgönsku sérsveitina og svoleiðis. Það eru evrópskar hersveitir sem sjá um að þjálfa það,“ segir Una. Una segir að óróleiki í landinu hafi vaxið að undanförnu og að Afganir séu orðnir þreyttir á ástandinu 15 árum eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. „Hin "geopólitíska" staða á þessu svæði er rosalega flókin og hún virðist bara vera að flækjast enn þá meira. Nú er hið svokallaða Íslamska ríki byrjað að fálma inn í Afganistan líka sem að flækir stöðuna þar enn frekar. Talibanar eru farir að vera í stríði við þá líka þannig að það er rosalega erfið staða þarna. Það sem að NATO er að reyna að gera er að styðja Afgani við að byggja upp samfélag. Sá stöðugleiki er ofboðslega brothættur og það er alveg hætt við því núna að hann brotni,“ segir Una. Tvær stórar sprengjuárásir hafa orðið á skömmum tíma á því svæði þar sem Una starfar. „Þegar maður heyrir í og finnur fyrir stórri sprengingu þá auðvitað hugsar maður fyrst og fremst um allt fólkið sem að var á staðnum og þakkar fyrir að hafa ekki verið þar sjálfur. Þetta er ástand sem að er mjög lýjandi að búa við og það tekur á taugarnar,“ segir Una.Ítarlegt við viðtal við Unu um störf hennar í Afganistan má lesa í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira