„Þegar maður heyrir í og finnur fyrir stórri sprengingu þakkar maður fyrir að hafa ekki verið þar sjálfur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2017 20:00 Íslenskur friðargæsluliði sem starfar á vegum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan segir ástandið í landinu fara versnandi en tvær stórar sprengjuárásir hafa verið gerðar í höfuðborginni Kabúl á stuttum tíma. Una Sighvatsdóttir tók við starfi upplýsingafulltrúa NATO í Afganistan um miðjan desember á síðasta ári en þar sem hún starfar innan um alþjóðafriðargæsluliða og segir hún að aðlögunarferlið frá friðsælu lífi hér á landi og til Afganistan hafi verið erfitt. „Þetta eru auðvitað mjög framandi aðstæður, ekki síst fyrir Íslending. Bæði menningarheimurinn í þessu landi en ekki síður menningarheimur vestrænna herja, að koma inn í þær vinnuaðstæður sem ég lifi og hrærist í núna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan. Una segir það mikilvægt fyrir Íslendinga, sem herlausa friðarþjóð, að hafa þekkingu á hvernig þessi hluti alþjóðasamskipta virkar. Starf Unu á svæðinu er margþætt en er þó helst bunið í að mynda störf hermanna á svæðinu og með því koma starfi NATO á framfæri. „Ég fer töluvert á vettvang, þar sem til dæmis verið að þjálfa afganska hermenn eða afgönsku sérsveitina og svoleiðis. Það eru evrópskar hersveitir sem sjá um að þjálfa það,“ segir Una. Una segir að óróleiki í landinu hafi vaxið að undanförnu og að Afganir séu orðnir þreyttir á ástandinu 15 árum eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. „Hin "geopólitíska" staða á þessu svæði er rosalega flókin og hún virðist bara vera að flækjast enn þá meira. Nú er hið svokallaða Íslamska ríki byrjað að fálma inn í Afganistan líka sem að flækir stöðuna þar enn frekar. Talibanar eru farir að vera í stríði við þá líka þannig að það er rosalega erfið staða þarna. Það sem að NATO er að reyna að gera er að styðja Afgani við að byggja upp samfélag. Sá stöðugleiki er ofboðslega brothættur og það er alveg hætt við því núna að hann brotni,“ segir Una. Tvær stórar sprengjuárásir hafa orðið á skömmum tíma á því svæði þar sem Una starfar. „Þegar maður heyrir í og finnur fyrir stórri sprengingu þá auðvitað hugsar maður fyrst og fremst um allt fólkið sem að var á staðnum og þakkar fyrir að hafa ekki verið þar sjálfur. Þetta er ástand sem að er mjög lýjandi að búa við og það tekur á taugarnar,“ segir Una.Ítarlegt við viðtal við Unu um störf hennar í Afganistan má lesa í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Íslenskur friðargæsluliði sem starfar á vegum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan segir ástandið í landinu fara versnandi en tvær stórar sprengjuárásir hafa verið gerðar í höfuðborginni Kabúl á stuttum tíma. Una Sighvatsdóttir tók við starfi upplýsingafulltrúa NATO í Afganistan um miðjan desember á síðasta ári en þar sem hún starfar innan um alþjóðafriðargæsluliða og segir hún að aðlögunarferlið frá friðsælu lífi hér á landi og til Afganistan hafi verið erfitt. „Þetta eru auðvitað mjög framandi aðstæður, ekki síst fyrir Íslending. Bæði menningarheimurinn í þessu landi en ekki síður menningarheimur vestrænna herja, að koma inn í þær vinnuaðstæður sem ég lifi og hrærist í núna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan. Una segir það mikilvægt fyrir Íslendinga, sem herlausa friðarþjóð, að hafa þekkingu á hvernig þessi hluti alþjóðasamskipta virkar. Starf Unu á svæðinu er margþætt en er þó helst bunið í að mynda störf hermanna á svæðinu og með því koma starfi NATO á framfæri. „Ég fer töluvert á vettvang, þar sem til dæmis verið að þjálfa afganska hermenn eða afgönsku sérsveitina og svoleiðis. Það eru evrópskar hersveitir sem sjá um að þjálfa það,“ segir Una. Una segir að óróleiki í landinu hafi vaxið að undanförnu og að Afganir séu orðnir þreyttir á ástandinu 15 árum eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. „Hin "geopólitíska" staða á þessu svæði er rosalega flókin og hún virðist bara vera að flækjast enn þá meira. Nú er hið svokallaða Íslamska ríki byrjað að fálma inn í Afganistan líka sem að flækir stöðuna þar enn frekar. Talibanar eru farir að vera í stríði við þá líka þannig að það er rosalega erfið staða þarna. Það sem að NATO er að reyna að gera er að styðja Afgani við að byggja upp samfélag. Sá stöðugleiki er ofboðslega brothættur og það er alveg hætt við því núna að hann brotni,“ segir Una. Tvær stórar sprengjuárásir hafa orðið á skömmum tíma á því svæði þar sem Una starfar. „Þegar maður heyrir í og finnur fyrir stórri sprengingu þá auðvitað hugsar maður fyrst og fremst um allt fólkið sem að var á staðnum og þakkar fyrir að hafa ekki verið þar sjálfur. Þetta er ástand sem að er mjög lýjandi að búa við og það tekur á taugarnar,“ segir Una.Ítarlegt við viðtal við Unu um störf hennar í Afganistan má lesa í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira