Kjötið og loftslagsváin Sindri Sigurgeirsson skrifar 17. júlí 2017 14:19 Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00 Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun