Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar sextán ára stúlku gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið þar sem þau búa en þau segja dóttur sína hafa orðið fyrir grófu ofbeldi um margra ára skeið sem ekki hafi verið tekið á. Stúlkan upplifir höfnun og útskúfun og reyndi hún að taka eigið líf.

Fjallað verður um þetta mál í fréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata en forystumenn flokkanna funduðu í allan dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×