Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2017 12:00 Fátækt, matarskortur og atvinnuleysi er á meðal þess sem landsmenn hafa búið við undanfarin ár. Venesúela var hins vegar eitt ríkasta land í Rómönsku-Ameríku. Ég er alltaf hrædd um að fjölskyldan mín komist ekki lifandi heim úr vinnunni, segir hin venesúelska Waleska Giraldo Þorsteinsdóttir, sem búið hefur á Íslandi um árabil. Hún óttast að borgarastyrjöld muni brjótast út fyrr en vari.Mótmælt í 101 dag Mikil mótmæli hafa geisað í Venesúela undanfarið, eða í samtals 101 dag. Um hundrað manns hafa beðið bana í mótmælunum en þess er krafist að forseti landsins, Nicolas Maduro, fari frá völdum. Táragas, byssur og barsmíðar er daglegt brauð hjá íbúum Venesúela og hefur í raun verið þannig frá árinu 2014 þegar Maduro tók við af Hugo Chavez. Waleska segist þakklát fyrir að hafa komist burt en hún kom fyrst hingað sem skiptinemi árið 2005. Hún flutti aftur til Venesúela árið 2006, en kom aftur til Íslands árið 2007. Hún segir fólksflóttann mikinn og að heilu kynslóðirnar séu farnar úr landi. Aðspurð segist hún hins vegar hafa miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni, ekki síst vegna þess hve mikill skortur sé á mat og öllum helstu nauðsynjavörum.Waleska telur flest benda til þess að mótmælin muni fara harðnandi. Jafnvel enda með borgarastríði.vísir/epaBáðu um svitalyktareyði og sápu „Það er ekki lengur hægt að segja: Mig langar að borða lasagna í kvöld. Það er bara hvað er til í búðinni, hvað maður finnur. Síðan þarf maður að vera í um tvo til þrjá tíma í röð í búðinni eftir til dæmis einu kílói af kjúkling, og í þessum ríkisreknu verslunum þarftu að vera stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar til þess að komast inn í þeir. Ef þú svo færð kjúkling þá selurðu hann á þreföldu virði annars staðar á svörtum markaði,“ segir hún, en Waleska ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Waleska segir að til að mynda hefði fjölskylda hennar beðið hana um að senda sér nokkrar vörur frá Íslandi, þar sem ekki hefði tekist að útvega þær í heimalandinu. „Listinn var til dæmis Roll on, sápa, tannkrem og ýmsar vörur. Ég hafði áhyggjur af því að þær myndu ekki skila sér alla leið en sem betur fer gerðu þær það.“Ríkasta landinu tekst vart að metta þegna sína Líkt og Waleska bendir á er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjum og ganga flestar vörur kaupum og sölum á yfirsprengdu verði á svörtum markaði. Venesúela var ríkasta land í Rómönsku-Ameríku, enda eru olíubirgðir landsins miklar, auk þess sem það hafði miklar tekjur af útflutningi matvæla. Núna hins vegar er þjóðarbúið á barmi gjaldþrots og hvergi annars staðar í heiminum er að finna meiri verðbólgu, en talið er að hún muni ná 720 prósentum á þessu ári. Þá hefur innflutningur á matvöru dregist saman um 70 prósent og sömuleiðis hefur efnahagurinn dregist um 27 prósent. Má í þessu samhengi nefna nýlega rannsókn sem leiddi það í ljós að þrír af hverjum fjórum íbúum landsins segjast hafa misst nokkur kíló á síðasta ári vegna hungurs, og þá segjast 32 prósent landsmanna borða tvær eða færri máltíðir á dag vegna peningaskorts. Samkvæmt rannsókninni misstu landsmenn að meðaltali níu kíló á síðasta ári. Þá jókst barnadauði um 30 prósent í landinu í fyrra en ástæðan er talin næringarskortur og hungur.Ofbeldið ritskoðað Waleska útskýrir að ofbeldið fari stigversnandi með hverri vikunni. Það hins vegar fari ekki hátt í fjölmiðlum því allt efni sem fari út fyrir landsteinana sé ritskoðað af stjórnvöldum. „Þetta er miklu meira. Það er svo mikið um ritskoðun og fréttirnar birtast ekki eins og ástandið er. Það er meira um það að fólk taki video á Facebook og reyni að dreifa eins og það getur en það virðist aldrei komast almennilega til skila. Til dæmis það hversu erfitt það er að finna mat og nauðsynjavörur, en það kemur aldrei í fréttunum,“ segir hún.Ofbeldið er víðast hvar og segir Waleska engan óhultan á götum úti.vísir/epaOfbeldið er ekki aðeins í miðjum mótmælum heldur nánast hvar sem fólk drepur niður fæti. Algengt er að mótorhjólamenn komið aðvífandi að vegfarendum og hrifsi af þeim veski, farsíma og annað lauslegt, jafnvel myrði í leiðinni. Waleska segir engan óhultan. „Við vorum einu sinni í leigubíl, að fara út úr húsinu okkar – við erum í svona lokuðu hverfi – og þegar við vorum að koma út úr hliðinu sáum við mann á mótorhjóli sem var að ræna aðra manneskju. Leigubílstjórinn sagði okkur bara ekki að horfa, við gætum ekkert gert.“ Þá segir hún að hatrið sé jafnframt orðið gríðarlegt og að fjölskyldur hafi tvístrast vegna skiptra skoðana um stjórnvöld landsins. „Það er í rauninni það versta sem kom með Chavez og Maduro. Annað hvort ertu með eða ekki. [...] Þeir hvetja svo mikið til þess að vera með í þessu revolutioni – ef ekki er það bara dauði og blóð.“ Waleska segist telja mótmælunum hvergi nærri lokið. Mestar líkur séu á að átökin muni fara harðnandi. „Ég held að þetta muni enda með borgarastríði. Ég myndi ekki mæla með að neinn ferðist þangað eða búi þar.“ Stjórnlagaþing féll í grýttan jarðveg Sem fyrr segir er 101 dagur frá því að mótmælin hófust. Þau brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskránni sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót og þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins. Telja margir að með þessu sé Maduro að reyna að auka völd sín. Mótmælin voru friðsæl í upphafi. Mótmælendur komu saman og hugðust ganga að stjórnarbyggingum í höfuðborginni Caracas, en náðu þó aldrei áfangastað því öryggislögregla og hermenn tóku á móti þeim með táragasi og vatnsbyssum. Þeir hafa í raun ekki enn komist á áfangastað og hafa þessi viðbrögð stjórnvalda reynst sem olía á eld mótmælenda, sem hafa svarað í svipaðri mynt og kastað bensínsprengjum, grjóti og öðru lauslegu að lögreglu. Mótmælendur á fremstu víglínu eru flestir ungir karlmenn og eru þar í landi kallaðir los chamos, sem er slanguryrði yfir orðið krakkarnir. Ríkisstjórn Maduro kallar þá hryðjuverkamenn og fullyrðir að um sé að ræða skipulagðan glæpahring á vegum öfgahægrimanna.Viðtalið við Walesku má heyra hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Allur herinn á eftir lögreglumanninum Lögreglumaðurinn sem talinn er bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Venesúela um síðastliðna nótt er enn ófundinn. 28. júní 2017 23:19 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Ég er alltaf hrædd um að fjölskyldan mín komist ekki lifandi heim úr vinnunni, segir hin venesúelska Waleska Giraldo Þorsteinsdóttir, sem búið hefur á Íslandi um árabil. Hún óttast að borgarastyrjöld muni brjótast út fyrr en vari.Mótmælt í 101 dag Mikil mótmæli hafa geisað í Venesúela undanfarið, eða í samtals 101 dag. Um hundrað manns hafa beðið bana í mótmælunum en þess er krafist að forseti landsins, Nicolas Maduro, fari frá völdum. Táragas, byssur og barsmíðar er daglegt brauð hjá íbúum Venesúela og hefur í raun verið þannig frá árinu 2014 þegar Maduro tók við af Hugo Chavez. Waleska segist þakklát fyrir að hafa komist burt en hún kom fyrst hingað sem skiptinemi árið 2005. Hún flutti aftur til Venesúela árið 2006, en kom aftur til Íslands árið 2007. Hún segir fólksflóttann mikinn og að heilu kynslóðirnar séu farnar úr landi. Aðspurð segist hún hins vegar hafa miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni, ekki síst vegna þess hve mikill skortur sé á mat og öllum helstu nauðsynjavörum.Waleska telur flest benda til þess að mótmælin muni fara harðnandi. Jafnvel enda með borgarastríði.vísir/epaBáðu um svitalyktareyði og sápu „Það er ekki lengur hægt að segja: Mig langar að borða lasagna í kvöld. Það er bara hvað er til í búðinni, hvað maður finnur. Síðan þarf maður að vera í um tvo til þrjá tíma í röð í búðinni eftir til dæmis einu kílói af kjúkling, og í þessum ríkisreknu verslunum þarftu að vera stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar til þess að komast inn í þeir. Ef þú svo færð kjúkling þá selurðu hann á þreföldu virði annars staðar á svörtum markaði,“ segir hún, en Waleska ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Waleska segir að til að mynda hefði fjölskylda hennar beðið hana um að senda sér nokkrar vörur frá Íslandi, þar sem ekki hefði tekist að útvega þær í heimalandinu. „Listinn var til dæmis Roll on, sápa, tannkrem og ýmsar vörur. Ég hafði áhyggjur af því að þær myndu ekki skila sér alla leið en sem betur fer gerðu þær það.“Ríkasta landinu tekst vart að metta þegna sína Líkt og Waleska bendir á er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjum og ganga flestar vörur kaupum og sölum á yfirsprengdu verði á svörtum markaði. Venesúela var ríkasta land í Rómönsku-Ameríku, enda eru olíubirgðir landsins miklar, auk þess sem það hafði miklar tekjur af útflutningi matvæla. Núna hins vegar er þjóðarbúið á barmi gjaldþrots og hvergi annars staðar í heiminum er að finna meiri verðbólgu, en talið er að hún muni ná 720 prósentum á þessu ári. Þá hefur innflutningur á matvöru dregist saman um 70 prósent og sömuleiðis hefur efnahagurinn dregist um 27 prósent. Má í þessu samhengi nefna nýlega rannsókn sem leiddi það í ljós að þrír af hverjum fjórum íbúum landsins segjast hafa misst nokkur kíló á síðasta ári vegna hungurs, og þá segjast 32 prósent landsmanna borða tvær eða færri máltíðir á dag vegna peningaskorts. Samkvæmt rannsókninni misstu landsmenn að meðaltali níu kíló á síðasta ári. Þá jókst barnadauði um 30 prósent í landinu í fyrra en ástæðan er talin næringarskortur og hungur.Ofbeldið ritskoðað Waleska útskýrir að ofbeldið fari stigversnandi með hverri vikunni. Það hins vegar fari ekki hátt í fjölmiðlum því allt efni sem fari út fyrir landsteinana sé ritskoðað af stjórnvöldum. „Þetta er miklu meira. Það er svo mikið um ritskoðun og fréttirnar birtast ekki eins og ástandið er. Það er meira um það að fólk taki video á Facebook og reyni að dreifa eins og það getur en það virðist aldrei komast almennilega til skila. Til dæmis það hversu erfitt það er að finna mat og nauðsynjavörur, en það kemur aldrei í fréttunum,“ segir hún.Ofbeldið er víðast hvar og segir Waleska engan óhultan á götum úti.vísir/epaOfbeldið er ekki aðeins í miðjum mótmælum heldur nánast hvar sem fólk drepur niður fæti. Algengt er að mótorhjólamenn komið aðvífandi að vegfarendum og hrifsi af þeim veski, farsíma og annað lauslegt, jafnvel myrði í leiðinni. Waleska segir engan óhultan. „Við vorum einu sinni í leigubíl, að fara út úr húsinu okkar – við erum í svona lokuðu hverfi – og þegar við vorum að koma út úr hliðinu sáum við mann á mótorhjóli sem var að ræna aðra manneskju. Leigubílstjórinn sagði okkur bara ekki að horfa, við gætum ekkert gert.“ Þá segir hún að hatrið sé jafnframt orðið gríðarlegt og að fjölskyldur hafi tvístrast vegna skiptra skoðana um stjórnvöld landsins. „Það er í rauninni það versta sem kom með Chavez og Maduro. Annað hvort ertu með eða ekki. [...] Þeir hvetja svo mikið til þess að vera með í þessu revolutioni – ef ekki er það bara dauði og blóð.“ Waleska segist telja mótmælunum hvergi nærri lokið. Mestar líkur séu á að átökin muni fara harðnandi. „Ég held að þetta muni enda með borgarastríði. Ég myndi ekki mæla með að neinn ferðist þangað eða búi þar.“ Stjórnlagaþing féll í grýttan jarðveg Sem fyrr segir er 101 dagur frá því að mótmælin hófust. Þau brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskránni sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót og þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins. Telja margir að með þessu sé Maduro að reyna að auka völd sín. Mótmælin voru friðsæl í upphafi. Mótmælendur komu saman og hugðust ganga að stjórnarbyggingum í höfuðborginni Caracas, en náðu þó aldrei áfangastað því öryggislögregla og hermenn tóku á móti þeim með táragasi og vatnsbyssum. Þeir hafa í raun ekki enn komist á áfangastað og hafa þessi viðbrögð stjórnvalda reynst sem olía á eld mótmælenda, sem hafa svarað í svipaðri mynt og kastað bensínsprengjum, grjóti og öðru lauslegu að lögreglu. Mótmælendur á fremstu víglínu eru flestir ungir karlmenn og eru þar í landi kallaðir los chamos, sem er slanguryrði yfir orðið krakkarnir. Ríkisstjórn Maduro kallar þá hryðjuverkamenn og fullyrðir að um sé að ræða skipulagðan glæpahring á vegum öfgahægrimanna.Viðtalið við Walesku má heyra hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Allur herinn á eftir lögreglumanninum Lögreglumaðurinn sem talinn er bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Venesúela um síðastliðna nótt er enn ófundinn. 28. júní 2017 23:19 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49
Allur herinn á eftir lögreglumanninum Lögreglumaðurinn sem talinn er bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Venesúela um síðastliðna nótt er enn ófundinn. 28. júní 2017 23:19