Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Guðni Elísson skrifar 2. desember 2017 19:01 Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar