Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Guðni Elísson skrifar 2. desember 2017 19:01 Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun