Þegar nemandi flosnar úr námi Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2017 09:00 Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar