Þegar nemandi flosnar úr námi Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2017 09:00 Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar