Þegar nemandi flosnar úr námi Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2017 09:00 Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar