Þegar nemandi flosnar úr námi Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2017 09:00 Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Margir sem hætta á miðri leið í námi gera það einfaldlega vegna áhugaleysis. Fullkomlega eðlilegt að ætla ekki að eyða 3 árum í eitthvað sem maður hefur engann áhuga á; þá hættir maður einfaldlega og finnur eitthvað sér meira við hæfi. Sumir þurfa þó að hætta þrátt fyrir að brennandi áhugi á náminu sé til staðar. Hvenær sem er getur líf manns breyst; slys geta orðið, áföll og sjúkdómar komið upp. Andleg veikindi geta komið skyndilega upp eða fylgt manni í gegnum allt námið, þá skiptir fyrst og fremst máli að forgangsraða heilsu sinni á undan náminu. Nú til dags hefur menntakerfið og samfélagið á Íslandi mun meiri vitund um mikilvægi andlegrar vellíðunar og hversu mikilvægt er að sýna þeim sem glíma við andleg veikindi tillit og veita þeim aðstoð. Áður fyrr vissu nemendur ekki endilega hvað amaði að þeim, hvert þeir ættu að sækja eða hvernig þeir gætu sigrast á andlegum veikindum sínum samhliða námi. Tveir fyrrum nemendur, sem við köllum F og H, segja okkur hér frá því hvernig þeim leið þegar þeir þurftu að hætta í námi. „Ég naut þess aldrei að vera í grunnskólanámi þótt ég hafi alltaf verið fróðleiksfús og forvitinn. Ég slefaði oftast í gegnum námið og ég sagði alltaf að það hefði verið áhugaleysi á að læra en ég vissi alveg að mér fannst þetta áhugavert. Mér fannst bara kvíðinn sem fylgdi þessu óþægilegur svo ég forðaðist þetta eins og ég gat, ég sagði engum frá og lét frekar eins og mér fyndist þetta ekki skipta mig neinu máli. En ég hugsaði með mér að með því að fara í nám og fá að læra það sem ég hef áhuga á þá myndi ég geta trompað öll próf. Ég held ég hafi byrjað tvisvar sinnum í sjúkraliðanum en hætti alltaf fljótt. Með hjálp fjölskyldu og vina fór ég til sálfræðings og lærði að vinna að betri geðheilsu og er á betri stað núna og vinn á frístundaheimili, kannski mun ég einn daginn skella mér aftur í skóla, hver veit.” - F. „Ég var á þriðja ári í mannfræði við HÍ þegar ég fékk ótrúlega mikið skammdegisþunglyndi. Ég komst ekki upp úr rúminu í 2 vikur, léttist um nokkur kíló og vildi ekki tala við neinn. Mér fannst myrkrið leggjast alveg ofan á mig. Ég fann fyrir svo ótrúlega miklum þynglsum að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að mæta í tíma í skólanum. Ég þorði ekki að segja kennurum frá veikindum mínum og vissi ekki hvort mér myndi vera sýnd einhverskonar tillitsemi. Svo var ég búin að missa af svo miklu að ég hætti í náminu. Ég á rosalega góða foreldra sem aðstoðuðu mig og pöntuðu tíma fyrir mig hjá geðlækni. Mín helstu veikindi voru líka hvað ég hafði sjálf mikla fordóma gagnvart veikindum mínum og skammaði mig svakalega fyrir að ná ekki að klára gráðuna mína. Ég veit núna að þetta var ekki mér að kenna og ekkert til þess að skammast mín fyrir, þunglyndi er ekki að sama og leti og ekki get ég sinnt náminu mínu ef geðheilsan er í rusli. Þegar mér fór að líða betur þá ákvað ég að klára gráðuna mína og gerði það. Ég tel mig ekki verri manneskju en þá sem kláraði gráðuna sína á þremur árum.” - H.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun