Hlutverk kennara Logi Már Einarsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Nýlega sagði formaður mennta- og allsherjarnefndar Alþingis að ein leið til að sporna við kennaraskorti væri aukin einkavæðing og frammistöðutenging launa kennara. Það er sjálfsagt auðvelt að árangurstengja laun verðbréfasala. Og æskilegt að umbuna góðum kennara fyrir vel unnin störf. En þegar greiða á bónus fyrir barnakennslu flækjast málin. Á að veita þeim kennara umbun sem fær nemanda, vel nestaðan hæfileikum, úr góðum aðstæðum og stendur sig vel á vorprófi, betur en öðrum sem kennir þeim með erfiðari bakgrunn, sem nær miklum framförum, þótt hann fái ekki jafn háar einkunnir og sá fyrr nefndi? Við eigum að hafna menntakerfi sem gerir einstökum skólum færi á að lokka til sín valda nemendur og rukka jafnvel aukagjöld af þeim sem ráða við þau. Slíkt leiðir til slæmrar aðgreiningar. Við þurfum að reka sterka opinbera skóla sem tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að góðri menntun í umhverfi sem endurspeglar fjölbreytni samfélagsins. Í því felst líka dýrmætt uppeldi og menntun. Það þarf að nálgast hvern einstakling á forsendum styrkleika hans og búa hann undir flókið líf fullorðinsáranna. Markmið skóla er heldur ekki eingöngu að nemandi leysi námsefni sitt óaðfinnanlega. Hlutverk hans er að gera hverjum og einum kleift að þróa sem best hæfileika sína og þroska með honum eiginleika svo sem víðsýni, umburðarlyndi, samkennd og aðra lyndisþætti sem gera hann að nýtum og farsælum borgara. Eiginleikar sem sumir verða seint og illa mældir en stuðla að betra og friðsælla samfélagi. Menntun mun leika lykilhlutverk í þeim gríðarlegu breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir fyrir m.a. vegna yfirstandandi tæknibyltingar. Svarið við þeim er alls ekki að veikja opinbera skólakerfið, heldur að styrkja það og fjármagna mun betur. Tryggjum kennurum sanngjörn laun, bætum vinnuaðstöðu þeirra og lögum aðbúnað skóla, þannig að þeir geti sem best sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu okkar allra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Nýlega sagði formaður mennta- og allsherjarnefndar Alþingis að ein leið til að sporna við kennaraskorti væri aukin einkavæðing og frammistöðutenging launa kennara. Það er sjálfsagt auðvelt að árangurstengja laun verðbréfasala. Og æskilegt að umbuna góðum kennara fyrir vel unnin störf. En þegar greiða á bónus fyrir barnakennslu flækjast málin. Á að veita þeim kennara umbun sem fær nemanda, vel nestaðan hæfileikum, úr góðum aðstæðum og stendur sig vel á vorprófi, betur en öðrum sem kennir þeim með erfiðari bakgrunn, sem nær miklum framförum, þótt hann fái ekki jafn háar einkunnir og sá fyrr nefndi? Við eigum að hafna menntakerfi sem gerir einstökum skólum færi á að lokka til sín valda nemendur og rukka jafnvel aukagjöld af þeim sem ráða við þau. Slíkt leiðir til slæmrar aðgreiningar. Við þurfum að reka sterka opinbera skóla sem tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að góðri menntun í umhverfi sem endurspeglar fjölbreytni samfélagsins. Í því felst líka dýrmætt uppeldi og menntun. Það þarf að nálgast hvern einstakling á forsendum styrkleika hans og búa hann undir flókið líf fullorðinsáranna. Markmið skóla er heldur ekki eingöngu að nemandi leysi námsefni sitt óaðfinnanlega. Hlutverk hans er að gera hverjum og einum kleift að þróa sem best hæfileika sína og þroska með honum eiginleika svo sem víðsýni, umburðarlyndi, samkennd og aðra lyndisþætti sem gera hann að nýtum og farsælum borgara. Eiginleikar sem sumir verða seint og illa mældir en stuðla að betra og friðsælla samfélagi. Menntun mun leika lykilhlutverk í þeim gríðarlegu breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir fyrir m.a. vegna yfirstandandi tæknibyltingar. Svarið við þeim er alls ekki að veikja opinbera skólakerfið, heldur að styrkja það og fjármagna mun betur. Tryggjum kennurum sanngjörn laun, bætum vinnuaðstöðu þeirra og lögum aðbúnað skóla, þannig að þeir geti sem best sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu okkar allra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar