Hlutverk kennara Logi Már Einarsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Nýlega sagði formaður mennta- og allsherjarnefndar Alþingis að ein leið til að sporna við kennaraskorti væri aukin einkavæðing og frammistöðutenging launa kennara. Það er sjálfsagt auðvelt að árangurstengja laun verðbréfasala. Og æskilegt að umbuna góðum kennara fyrir vel unnin störf. En þegar greiða á bónus fyrir barnakennslu flækjast málin. Á að veita þeim kennara umbun sem fær nemanda, vel nestaðan hæfileikum, úr góðum aðstæðum og stendur sig vel á vorprófi, betur en öðrum sem kennir þeim með erfiðari bakgrunn, sem nær miklum framförum, þótt hann fái ekki jafn háar einkunnir og sá fyrr nefndi? Við eigum að hafna menntakerfi sem gerir einstökum skólum færi á að lokka til sín valda nemendur og rukka jafnvel aukagjöld af þeim sem ráða við þau. Slíkt leiðir til slæmrar aðgreiningar. Við þurfum að reka sterka opinbera skóla sem tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að góðri menntun í umhverfi sem endurspeglar fjölbreytni samfélagsins. Í því felst líka dýrmætt uppeldi og menntun. Það þarf að nálgast hvern einstakling á forsendum styrkleika hans og búa hann undir flókið líf fullorðinsáranna. Markmið skóla er heldur ekki eingöngu að nemandi leysi námsefni sitt óaðfinnanlega. Hlutverk hans er að gera hverjum og einum kleift að þróa sem best hæfileika sína og þroska með honum eiginleika svo sem víðsýni, umburðarlyndi, samkennd og aðra lyndisþætti sem gera hann að nýtum og farsælum borgara. Eiginleikar sem sumir verða seint og illa mældir en stuðla að betra og friðsælla samfélagi. Menntun mun leika lykilhlutverk í þeim gríðarlegu breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir fyrir m.a. vegna yfirstandandi tæknibyltingar. Svarið við þeim er alls ekki að veikja opinbera skólakerfið, heldur að styrkja það og fjármagna mun betur. Tryggjum kennurum sanngjörn laun, bætum vinnuaðstöðu þeirra og lögum aðbúnað skóla, þannig að þeir geti sem best sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu okkar allra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sagði formaður mennta- og allsherjarnefndar Alþingis að ein leið til að sporna við kennaraskorti væri aukin einkavæðing og frammistöðutenging launa kennara. Það er sjálfsagt auðvelt að árangurstengja laun verðbréfasala. Og æskilegt að umbuna góðum kennara fyrir vel unnin störf. En þegar greiða á bónus fyrir barnakennslu flækjast málin. Á að veita þeim kennara umbun sem fær nemanda, vel nestaðan hæfileikum, úr góðum aðstæðum og stendur sig vel á vorprófi, betur en öðrum sem kennir þeim með erfiðari bakgrunn, sem nær miklum framförum, þótt hann fái ekki jafn háar einkunnir og sá fyrr nefndi? Við eigum að hafna menntakerfi sem gerir einstökum skólum færi á að lokka til sín valda nemendur og rukka jafnvel aukagjöld af þeim sem ráða við þau. Slíkt leiðir til slæmrar aðgreiningar. Við þurfum að reka sterka opinbera skóla sem tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að góðri menntun í umhverfi sem endurspeglar fjölbreytni samfélagsins. Í því felst líka dýrmætt uppeldi og menntun. Það þarf að nálgast hvern einstakling á forsendum styrkleika hans og búa hann undir flókið líf fullorðinsáranna. Markmið skóla er heldur ekki eingöngu að nemandi leysi námsefni sitt óaðfinnanlega. Hlutverk hans er að gera hverjum og einum kleift að þróa sem best hæfileika sína og þroska með honum eiginleika svo sem víðsýni, umburðarlyndi, samkennd og aðra lyndisþætti sem gera hann að nýtum og farsælum borgara. Eiginleikar sem sumir verða seint og illa mældir en stuðla að betra og friðsælla samfélagi. Menntun mun leika lykilhlutverk í þeim gríðarlegu breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir fyrir m.a. vegna yfirstandandi tæknibyltingar. Svarið við þeim er alls ekki að veikja opinbera skólakerfið, heldur að styrkja það og fjármagna mun betur. Tryggjum kennurum sanngjörn laun, bætum vinnuaðstöðu þeirra og lögum aðbúnað skóla, þannig að þeir geti sem best sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu okkar allra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun