Handbolti

Haukar og ÍBV með sannfærandi sigra í 10. umferð Olís deildar kvenna

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Haukar halda í við topplið Vals eftir sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar í dag.
Haukar halda í við topplið Vals eftir sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar í dag. Vísir
10. umferð Olísdeildar kvenna fór af stað í dag með tveimur leikjum.

Í Hafnafirði tóku Haukar á móti bikarmeisturum Stjörnunnar. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en niðurstaðan var önnur. Haukar unnu þægilegan sigur, 24:17, eftir að hafa leitt 13:8 í hálfleik.

Sigrún Jóhannsdóttir var markahæst í liði Hauka með 7 mörk. Í liði gestanna var Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæst með 6 mörk. Aðrir leikmenn í liði Stjörnunnar skoruðu ekki meira en 3 mörk.

Haukar eru með 15 stig eftir 10 leiki, aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals, sem á þó leik til góða á Hauka.

Í Vestmannaeyjum unnu ÍBV sannfærandi sigur á gestunum frá Selfossi, 34-21, eftir að hafa leitt með 5 mörkum í hálfleik, 16-11.

Í liði ÍBV fóru Ester Óskarsdóttir og Sandra Erlingsdóttir á kostum. Ester með 9 mörk og Sandra 8 mörk. Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var markahæst í liði gestanna með 6 mörk.

ÍBV halda í við efstu lið með þessum sigri og eru sem stendur í 3. sæti með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×