Yngsti fangi landsins segir að það sé erfitt að ná árangri hafi maður ekkert fyrir stafni Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 9. desember 2017 20:47 Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins, segir að hann hafi mætt úrræðaleysi í íslenska kerfinu. Vísir/Stöð2/stilla Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins sem afplánar nú á Hólmsheiði, segir lítið við að vera í fangelsinu. Hann hefur ekki geta stundað nám frá því í september þar sem það hefur ekki verið í boði. Þá er afar litla vinnu að fá. Hann segir erfitt að komast á beinu brautina þegar aðstæður eru svona. „Ég er nýbúinn að brjóta fimm ára skilorð og var dæmdur 2014 fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Þá var ég fimmtán ára og var dæmdur sextán ára,“ segir Hrannar. Árið 2014 hlaut Hrannar dóm fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás og var vistaður á meðferðarheimilinu Háholti, enda aðeins 16 ára gamall. Í fyrra braut hann af sér á ný og er nú í fangelsinu á Hólmsheiði í svokallaðri síbrotagæslu og bíður hann dóms að nýju. Hann er yngsti fanginn sem afplánar á Íslandi í dag en hann er aðeins 18 ára. Komið að lokuðum dyrum Hrannar fór ungur útaf sporinu og var í mikilli neyslu. Hann segist alltaf hafa átt erfitt með skap og að aðstandendur hans hafi margoft reynt að fá hjálp en alls staðar komið að lokuðum dyrum. „Ég fékk náttúrulega enga hjálp frá Barnaverndarnefnd sem ég bað um þegar ég var undir átján ára aldri. Mamma mín var búin að sækja um það frá því ég var í fyrsta bekk sko og eina sem þau gerðu var að bíða eftir að ég bilaðist til að loka mig inni, það var það eina sem þau gerðu og síðan fékk ég enga hjálp inni, náttúrulega. Það er glatað. Mér finnst kerfið dálítið á Íslandi vera að bregðast fólkinu hérna sko. Fólkið fær ekki hjálpina sem það vill eða neitt, auðvitað endar það þá hér,“ segir Hrannar. Hrannar segir að Hólmsheiði sé skásta meðferðarúrræðið sem hann hafi kynnst en þó segir hann að þar megi margt bæta.vísir/vilhelm Erfitt að vera edrú þegar lítið er við að vera Hrannar segir að Hólmsheiði sé skásta meðferðarúrræðið sem hann hafi kynnst. Það sé þó margt sem betur megi fara. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um atvinnumál í fangelsum en þar kemur frem að það vanti verkefni fyrir fanga á Hólmsheiði. Hrannar segist oft verða eirðarlaus á Hólmsheiði. Fangarnir séu oftast inni í herbergjum sínum að horfa á kvikmyndir til að drepa tímann. Hrannar segir að það sé erfitt að ná árangri ef maður hefur ekkert fyrir stafni. „Vinnan hefur verið á takmörkuðu róli hjá okkur, því miður. Það líður langt á milli verkefna og eins og gefur að skilja vilja fangarnir hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Þórir Guðlaugsson, varðstjóri. Nú sé í boði að pakka inn tímaritinu Glamour sem fangar fagni en hann veit ekki hvað og hvort eitthvað taki við. Þórir hvetur fyrirtæki til að skoða samstarf við fangelsið. Hrannar segist vera búinn að sækja um í framhaldsskólum en að honum hafi ekki borist nein svör. „Mér finnst það alveg glatað,“ segir Hrannar. Þórir, varðstjóri, segist ekki vita hvort skortur á fjármunum sé ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir námsmálum innan fangelsisins en víða er pottur brotinn í þeim efnum. Það horfi aftur á móti til betri vegar og gera má ráð fyrir því að menntamálin komist í lag í byrjun janúar. Hrannar segist reyna ætla á beinu brautina eftir vistina á Hólmsheiði. „Ég ætla að nýta mér allt sem ég get hérna bara til þess að vera edrú. Það er dálítið erfitt þegar það er svona ógeðslega lítið að gera,“ segir Hrannar. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á lengri útgáfu af viðtalinu við Hrannar og Þóri. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Hrannar Fossberg Viðarsson, yngsti fangi landsins sem afplánar nú á Hólmsheiði, segir lítið við að vera í fangelsinu. Hann hefur ekki geta stundað nám frá því í september þar sem það hefur ekki verið í boði. Þá er afar litla vinnu að fá. Hann segir erfitt að komast á beinu brautina þegar aðstæður eru svona. „Ég er nýbúinn að brjóta fimm ára skilorð og var dæmdur 2014 fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Þá var ég fimmtán ára og var dæmdur sextán ára,“ segir Hrannar. Árið 2014 hlaut Hrannar dóm fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás og var vistaður á meðferðarheimilinu Háholti, enda aðeins 16 ára gamall. Í fyrra braut hann af sér á ný og er nú í fangelsinu á Hólmsheiði í svokallaðri síbrotagæslu og bíður hann dóms að nýju. Hann er yngsti fanginn sem afplánar á Íslandi í dag en hann er aðeins 18 ára. Komið að lokuðum dyrum Hrannar fór ungur útaf sporinu og var í mikilli neyslu. Hann segist alltaf hafa átt erfitt með skap og að aðstandendur hans hafi margoft reynt að fá hjálp en alls staðar komið að lokuðum dyrum. „Ég fékk náttúrulega enga hjálp frá Barnaverndarnefnd sem ég bað um þegar ég var undir átján ára aldri. Mamma mín var búin að sækja um það frá því ég var í fyrsta bekk sko og eina sem þau gerðu var að bíða eftir að ég bilaðist til að loka mig inni, það var það eina sem þau gerðu og síðan fékk ég enga hjálp inni, náttúrulega. Það er glatað. Mér finnst kerfið dálítið á Íslandi vera að bregðast fólkinu hérna sko. Fólkið fær ekki hjálpina sem það vill eða neitt, auðvitað endar það þá hér,“ segir Hrannar. Hrannar segir að Hólmsheiði sé skásta meðferðarúrræðið sem hann hafi kynnst en þó segir hann að þar megi margt bæta.vísir/vilhelm Erfitt að vera edrú þegar lítið er við að vera Hrannar segir að Hólmsheiði sé skásta meðferðarúrræðið sem hann hafi kynnst. Það sé þó margt sem betur megi fara. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um atvinnumál í fangelsum en þar kemur frem að það vanti verkefni fyrir fanga á Hólmsheiði. Hrannar segist oft verða eirðarlaus á Hólmsheiði. Fangarnir séu oftast inni í herbergjum sínum að horfa á kvikmyndir til að drepa tímann. Hrannar segir að það sé erfitt að ná árangri ef maður hefur ekkert fyrir stafni. „Vinnan hefur verið á takmörkuðu róli hjá okkur, því miður. Það líður langt á milli verkefna og eins og gefur að skilja vilja fangarnir hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Þórir Guðlaugsson, varðstjóri. Nú sé í boði að pakka inn tímaritinu Glamour sem fangar fagni en hann veit ekki hvað og hvort eitthvað taki við. Þórir hvetur fyrirtæki til að skoða samstarf við fangelsið. Hrannar segist vera búinn að sækja um í framhaldsskólum en að honum hafi ekki borist nein svör. „Mér finnst það alveg glatað,“ segir Hrannar. Þórir, varðstjóri, segist ekki vita hvort skortur á fjármunum sé ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir námsmálum innan fangelsisins en víða er pottur brotinn í þeim efnum. Það horfi aftur á móti til betri vegar og gera má ráð fyrir því að menntamálin komist í lag í byrjun janúar. Hrannar segist reyna ætla á beinu brautina eftir vistina á Hólmsheiði. „Ég ætla að nýta mér allt sem ég get hérna bara til þess að vera edrú. Það er dálítið erfitt þegar það er svona ógeðslega lítið að gera,“ segir Hrannar. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á lengri útgáfu af viðtalinu við Hrannar og Þóri.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira