1.500 heimilislæknar í Hörpu Þórarinn Ingólfsson skrifar 15. júní 2017 09:30 Heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir miklum áskorunum og eru ekki að uppfylla væntingar almennings. Það gætir óþolinmæði hjá almenningi þegar heilbrigðisþjónustan nær ekki markmiðum sínum. Flestir eru sammála um að heilbrigðiskerfin þurfi að bregðast við þessum áskorunum hraðar og betur. Alþjóðlegum heilbrigðisyfirvöldum og í nágrannaríkjum okkar er mönnum orðið ljóst á síðustu árum að það er heilsugæslan sem á áhrifaríkastan hátt getur svarað þessum áskorunum. Heilsugæslan annast fólk og læknar það, færir því hvatningu og hughreystir það og eflir á öruggan og árangursríkan hátt. Heilsugæslan veitir sína þjónustu á ytri mörkum heilbrigðiskerfisins og er tengiliður þess við ýmsa þjónustu, sjúkrahús og sérfræðinga. Heilsugæslan flokkar ekki fólk eftir sjúkdómsgreiningum, kyni eða aldri, allir eru velkomnir alltaf og það er réttur fólks að aðgangur að heilsugæslu sé óhindraður. Þetta er það sem liggur að baki þegar gerð er krafa um að heilsugæslan eigi að vera „fyrsti viðkomustaðurinn“. Heimilislæknar hafa verið í fararbroddi þeirra lækna sem benda á að lausnir á áskorunum þeim sem við blasa á 21. öldinni felist ekki í nýrri tækni, fjarlækningum, nýjum „öppum“, eða straumlínulækningum. Hefja þarf til vegs og virðingar nálægð læknisins og annars vel þjálfaðs heilbrigðisstarfsfólks við sjúklingana. Forðast ber oflækningar og ofgreiningar hvers konar. Í framlínunni verður aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki með mikla færni í sjúkdómsgreiningu að vera gott og skilningur á mikilvægi þess vanda sem fólk glímir við og hver viðeigandi úrræði eru. Fyrsta skylda læknisins er að valda ekki skaða í viðleitni sinni til að hjálpa. Þema ráðstefnunnar er „from the core“, eða frá hjarta læknisfræðinnar, þar sem læknisviðtalið og færni læknisins og traust til hans er nýtt til heilsueflingar og forvarna og til að bregðast við þegar heilsuvandi knýr dyra. Til þess að finna bestu lausnirnar fyrir hvern og einn verður að vera til staðar traust og þekking og gott aðgengi að heilsugæslu. Nú stendur yfir í Hörpu ein stærsta læknaráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi. Um er að ræða norrænt þing heimilislækna sem haldið er annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin 5 á að halda þingið. Íslenskir heimilislæknar hafa undirbúið ráðstefnuna nú og hafa veg og vanda af og er um met aðsókn að ræða. 1.450 heimilislæknar frá 27 mismunandi löndum hafa skráð sig til að skiptast á skoðunum og ráða ráðum sínum um framtíð heimilislækninga og heilsugæslu. Óhætt er að fullyrða að Norðurlöndunum hefur tekist vel að þróa heilsugæslu grunnstoð heilbrigðiskerfa sinna og horfa önnur lönd í Evrópu og víðar til Norðurlanda. Áfram heilsugæslan! Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir miklum áskorunum og eru ekki að uppfylla væntingar almennings. Það gætir óþolinmæði hjá almenningi þegar heilbrigðisþjónustan nær ekki markmiðum sínum. Flestir eru sammála um að heilbrigðiskerfin þurfi að bregðast við þessum áskorunum hraðar og betur. Alþjóðlegum heilbrigðisyfirvöldum og í nágrannaríkjum okkar er mönnum orðið ljóst á síðustu árum að það er heilsugæslan sem á áhrifaríkastan hátt getur svarað þessum áskorunum. Heilsugæslan annast fólk og læknar það, færir því hvatningu og hughreystir það og eflir á öruggan og árangursríkan hátt. Heilsugæslan veitir sína þjónustu á ytri mörkum heilbrigðiskerfisins og er tengiliður þess við ýmsa þjónustu, sjúkrahús og sérfræðinga. Heilsugæslan flokkar ekki fólk eftir sjúkdómsgreiningum, kyni eða aldri, allir eru velkomnir alltaf og það er réttur fólks að aðgangur að heilsugæslu sé óhindraður. Þetta er það sem liggur að baki þegar gerð er krafa um að heilsugæslan eigi að vera „fyrsti viðkomustaðurinn“. Heimilislæknar hafa verið í fararbroddi þeirra lækna sem benda á að lausnir á áskorunum þeim sem við blasa á 21. öldinni felist ekki í nýrri tækni, fjarlækningum, nýjum „öppum“, eða straumlínulækningum. Hefja þarf til vegs og virðingar nálægð læknisins og annars vel þjálfaðs heilbrigðisstarfsfólks við sjúklingana. Forðast ber oflækningar og ofgreiningar hvers konar. Í framlínunni verður aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki með mikla færni í sjúkdómsgreiningu að vera gott og skilningur á mikilvægi þess vanda sem fólk glímir við og hver viðeigandi úrræði eru. Fyrsta skylda læknisins er að valda ekki skaða í viðleitni sinni til að hjálpa. Þema ráðstefnunnar er „from the core“, eða frá hjarta læknisfræðinnar, þar sem læknisviðtalið og færni læknisins og traust til hans er nýtt til heilsueflingar og forvarna og til að bregðast við þegar heilsuvandi knýr dyra. Til þess að finna bestu lausnirnar fyrir hvern og einn verður að vera til staðar traust og þekking og gott aðgengi að heilsugæslu. Nú stendur yfir í Hörpu ein stærsta læknaráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi. Um er að ræða norrænt þing heimilislækna sem haldið er annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin 5 á að halda þingið. Íslenskir heimilislæknar hafa undirbúið ráðstefnuna nú og hafa veg og vanda af og er um met aðsókn að ræða. 1.450 heimilislæknar frá 27 mismunandi löndum hafa skráð sig til að skiptast á skoðunum og ráða ráðum sínum um framtíð heimilislækninga og heilsugæslu. Óhætt er að fullyrða að Norðurlöndunum hefur tekist vel að þróa heilsugæslu grunnstoð heilbrigðiskerfa sinna og horfa önnur lönd í Evrópu og víðar til Norðurlanda. Áfram heilsugæslan! Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun