Af hverju er kjörum öryrkja og aldraðra haldið niðri? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. júní 2017 09:45 Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun