Handknattleiksmarkvörðurinn Sölvi Ólafsson er búinn að semja við uppeldisfélag sitt, Selfoss, á nýjan leik.
Sölvi er aðeins 22 ára gamall en hefur síðustu misseri verið í herbúðum Aftureldingar. Hérna er á ferð öflugur markvörður sem hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands.
Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari Selfoss, heldur því áfram að safna liðið fyrir komandi átök í mjög öflugri Olís-deild.
