Ban Ki-moon sameinast áhrifahópi fyrrum leiðtoga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júlí 2017 10:28 Ban Ki-moon er nýr meðlimur öldungahóps sem beitir sér fyrir friði og mannréttindum í heiminum. visir/getty Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er nýr meðlimur í hópi fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kallar sig öldungahópinn eða „The Elders“. Sjálfur segir Ban Ki-moon að það sé honum heiður að fá að starfa með þessum virðulega hópi. Hann hafi fylgst með honum að störfum í áraraðir með mikilli aðdáun. Þá segir Ban Ki-moon það vera sérstaklega ánægjulegt að standa við hlið forvera síns hjá Sameinuðu þjóðunum, Kofi Annan. Hann segir Sameinuðu þjóðirnar og áhrifahópinn eiga margt sameinilegt. Hóparnir brenni fyrir réttlæti, samstöðu, friði og mannréttindum. Kofi Annan segir að Ban Ki-moon komi með gagnlega sýn á starfið í ljósi reynslunnar af hnattrænni forystu.Alþjóðleg samvinna frumskilyrði fyrir árangri Um embættistíð Ban Ki-moon hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hann hafa verið algjöran forvígismann á sviði loftslagsmála, sjálfbærrar þróunar og kynjajafnréttis. Hún segist hlakka til að vinna með honum að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem sé frumskilyrði fyrir frekari árangri.Ætla að fjalla um erfið málNelson Mandela stofnaði hópinn sem beitir sér fyrir friði og mannréttindum í heiminum. Á heimasíðunni kemur fram að hópurinn hafi það að markmiði að vera hugrakkur og hyggjast meðlimirnir tala umbúðalaust um erfið málefni.Beina spjótum sínum að Trump Hópurinn hefur meðal annars gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta fyrir að neita að axla þá ábyrgð sem hann ætti að bera í málefnum sem varða loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og fyrrum framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, varaði Bandaríkin við þessari ákvörðun því axli þau ekki ábyrgð séu þau með því að segja sig úr lögum við alþjóðasamfélagið. Hún horfir ekki síst til fátækra heimshluta og samfélaga sem kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun. Öldungahópurinn ítrekar, með starfseminni, samvinnu í alþjóðlegum málefnum. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er nýr meðlimur í hópi fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kallar sig öldungahópinn eða „The Elders“. Sjálfur segir Ban Ki-moon að það sé honum heiður að fá að starfa með þessum virðulega hópi. Hann hafi fylgst með honum að störfum í áraraðir með mikilli aðdáun. Þá segir Ban Ki-moon það vera sérstaklega ánægjulegt að standa við hlið forvera síns hjá Sameinuðu þjóðunum, Kofi Annan. Hann segir Sameinuðu þjóðirnar og áhrifahópinn eiga margt sameinilegt. Hóparnir brenni fyrir réttlæti, samstöðu, friði og mannréttindum. Kofi Annan segir að Ban Ki-moon komi með gagnlega sýn á starfið í ljósi reynslunnar af hnattrænni forystu.Alþjóðleg samvinna frumskilyrði fyrir árangri Um embættistíð Ban Ki-moon hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hann hafa verið algjöran forvígismann á sviði loftslagsmála, sjálfbærrar þróunar og kynjajafnréttis. Hún segist hlakka til að vinna með honum að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem sé frumskilyrði fyrir frekari árangri.Ætla að fjalla um erfið málNelson Mandela stofnaði hópinn sem beitir sér fyrir friði og mannréttindum í heiminum. Á heimasíðunni kemur fram að hópurinn hafi það að markmiði að vera hugrakkur og hyggjast meðlimirnir tala umbúðalaust um erfið málefni.Beina spjótum sínum að Trump Hópurinn hefur meðal annars gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta fyrir að neita að axla þá ábyrgð sem hann ætti að bera í málefnum sem varða loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og fyrrum framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, varaði Bandaríkin við þessari ákvörðun því axli þau ekki ábyrgð séu þau með því að segja sig úr lögum við alþjóðasamfélagið. Hún horfir ekki síst til fátækra heimshluta og samfélaga sem kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun. Öldungahópurinn ítrekar, með starfseminni, samvinnu í alþjóðlegum málefnum.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira