Erlent

Barn datt úr bíl á ferð

Samúel Karl Ólason skrifar
Ungur piltur datt út úr bíl á ferð á fjölfarinni götu í Kína í dögunum. Afi barnsins tók ekki eftir því og ók áfram. Barnið sakaði ekki en hann stóð fljótt upp aftur og reyndi að hlaupa á eftir bíl afans. Á veginum óku fólksbílar og vörubílar á mikilli ferð.

Atvikið náðist á myndband úr bílnum sem ekið var á eftir bílnum sem barnið var í.

Fólkið sem ók á eftir bíl barnsins tók drenginn upp í og elti afann, sem sagði miðlum ytra að hann hefði setið í aftursætinu og klifrað yfir í skottið. Þar hefði hurðin opnast og drengurinn dottið út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×