Snjallsíminn sem kóngur - og fólkið þrælar hans Una Sighvatsdóttir skrifar 11. október 2016 20:00 Magdalena Arinbjörnsdóttir, 7. bekk, og Trausti Jónsson, 10. bekk, eiga bæði snjallsíma en nota hann mismikið. Snjallsíminn er farinn að ráða lögum og lofum í lífi okkar margra. Það á við um fólk á öllum aldri og í Sjálandsskóla glíma krakkarnir nú við spurninguna „Ertu gæludýr símans þíns?" „Það þýðir í rauninni: Ertu búinn að setja símann á hærra stall í lífi þínu heldur en þig sjálfan í? Þannig að síminn sé að stjórna þér, meira en að þú sért að stjórna honum," segir Trausti Jónsson, nemandi í 10. bekk Sjálandsskóla.Tugir klukkutíma í símanum Spurningin er afrakstur hugmyndavinnu nemenda á unglingastigi vegna forvarnarviku í grunnskólum Garðabæjar þar sem skjánotkun barna er til skoðunar. Sjálfur segist Trausti örugglega hafa eytt tugum klukkutunda í símanum. „Þarna er í rauninni allt spektrúmið af afþreyingu sem hægt er að fá á þessum eina stað og það er kannski ekki endilega góður hlutur," segir Trausti.Vinningsmynd Magdalenu Arinbjörnsdóttur sýnir hvernig snjallsíminn teymir háðan notandann áfram og öppin sveima lokkandi í kring.Magdalena ArinbjörnsdóttirSamfélagsmiðlar geta aukið á kvíða Út frá þessari pælingu var efnt til teiknisamkeppni og myndir krakkanna eru sláandi áminning um hvernig sumir eru á valdi símans síns vegna netfíknar. Vinningsmyndina á Magdalena Arinbjörnsdóttir, nemandi í 7. bekk. „Á henni er konungurinn sjálfur, síminn, sem heldur manneskjunni í ól. Síðan eru öppin og hlutirnir fljótandi í kring, það sem heldur manni á tækinu," segir Magdalena. Á meðan snjallsíminn er kóngurinn eru fólkið því þrælarnir. Rannsóknir sýna að kvíði fer vaxandi meðal hjá unglingum, ekki síst stúlkum og að mikil notkun samfélagsmiðla getur ýtt undir einkennin. „Þegar netið er komið þá eru komnar fleiri myndir af því hvernig maður á að vera. Og þá byrjar maður að hugsa að maður ætti að vera þannig og þá byrjar kvíðinn. Og fólk fer að dæma annað fólk fyrri að vera ekki þannig," segir Magdalena.Sesselja Þóra Gunnarsdóttir skólastjóri Sjálandsskóla segir að markmið forvarnarvikunnar sé að skoða og ræða með börnunum hvernig nota megi snjallsímann á meðvitaðan hátt.Tímaþjófur en samt nauðsynlegt tæki Tæknin nýtist þó auðvitað líka til góðs, þar á meðal í námi. Enda er markmið forvarnarvikunnar alls ekki að banna snjallsíma, að sögn Sesselju Þóru Gunnarsdóttur aðstoðarskólastjóra Sjálandsskóla. „Hugmyndin er miklu frekar það að við séum meðvitaðari um notkunina og tilganginn. Af því við sjáum það öll að þetta er tímaþjófur, en að hluta til líka nauðsynlegt tæki að hafa. Þannig að þetta snýst ekki um það að banna, alls ekki, heldur frekar um meðvitaða notkun.“ Og þótt sjónum sé beint að netnotkun unglinga telja þau sjálf að fullorðnir megi líta í eigin barm. „Þau eru meira meðvituð um hvernig krakkarnir nota símann, en ekki endilega meðvituð um að þau geri það sjálf líka," segir Magdalena. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Snjallsíminn er farinn að ráða lögum og lofum í lífi okkar margra. Það á við um fólk á öllum aldri og í Sjálandsskóla glíma krakkarnir nú við spurninguna „Ertu gæludýr símans þíns?" „Það þýðir í rauninni: Ertu búinn að setja símann á hærra stall í lífi þínu heldur en þig sjálfan í? Þannig að síminn sé að stjórna þér, meira en að þú sért að stjórna honum," segir Trausti Jónsson, nemandi í 10. bekk Sjálandsskóla.Tugir klukkutíma í símanum Spurningin er afrakstur hugmyndavinnu nemenda á unglingastigi vegna forvarnarviku í grunnskólum Garðabæjar þar sem skjánotkun barna er til skoðunar. Sjálfur segist Trausti örugglega hafa eytt tugum klukkutunda í símanum. „Þarna er í rauninni allt spektrúmið af afþreyingu sem hægt er að fá á þessum eina stað og það er kannski ekki endilega góður hlutur," segir Trausti.Vinningsmynd Magdalenu Arinbjörnsdóttur sýnir hvernig snjallsíminn teymir háðan notandann áfram og öppin sveima lokkandi í kring.Magdalena ArinbjörnsdóttirSamfélagsmiðlar geta aukið á kvíða Út frá þessari pælingu var efnt til teiknisamkeppni og myndir krakkanna eru sláandi áminning um hvernig sumir eru á valdi símans síns vegna netfíknar. Vinningsmyndina á Magdalena Arinbjörnsdóttir, nemandi í 7. bekk. „Á henni er konungurinn sjálfur, síminn, sem heldur manneskjunni í ól. Síðan eru öppin og hlutirnir fljótandi í kring, það sem heldur manni á tækinu," segir Magdalena. Á meðan snjallsíminn er kóngurinn eru fólkið því þrælarnir. Rannsóknir sýna að kvíði fer vaxandi meðal hjá unglingum, ekki síst stúlkum og að mikil notkun samfélagsmiðla getur ýtt undir einkennin. „Þegar netið er komið þá eru komnar fleiri myndir af því hvernig maður á að vera. Og þá byrjar maður að hugsa að maður ætti að vera þannig og þá byrjar kvíðinn. Og fólk fer að dæma annað fólk fyrri að vera ekki þannig," segir Magdalena.Sesselja Þóra Gunnarsdóttir skólastjóri Sjálandsskóla segir að markmið forvarnarvikunnar sé að skoða og ræða með börnunum hvernig nota megi snjallsímann á meðvitaðan hátt.Tímaþjófur en samt nauðsynlegt tæki Tæknin nýtist þó auðvitað líka til góðs, þar á meðal í námi. Enda er markmið forvarnarvikunnar alls ekki að banna snjallsíma, að sögn Sesselju Þóru Gunnarsdóttur aðstoðarskólastjóra Sjálandsskóla. „Hugmyndin er miklu frekar það að við séum meðvitaðari um notkunina og tilganginn. Af því við sjáum það öll að þetta er tímaþjófur, en að hluta til líka nauðsynlegt tæki að hafa. Þannig að þetta snýst ekki um það að banna, alls ekki, heldur frekar um meðvitaða notkun.“ Og þótt sjónum sé beint að netnotkun unglinga telja þau sjálf að fullorðnir megi líta í eigin barm. „Þau eru meira meðvituð um hvernig krakkarnir nota símann, en ekki endilega meðvituð um að þau geri það sjálf líka," segir Magdalena.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent