Hæstiréttur staðfestir úrskurð um nálgunarbann og brottvísun af heimili Anton Egilsson skrifar 11. október 2016 19:23 Hæstiréttur Íslands. Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í fjögurra vikna nálgunarbann gagnvart fyrrum sambýliskonu sinni og til brottvísunar af heimili en maðurinn er grunaður um að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Staðfesti Hæstiréttur þar með úrskurð Héraðsdóms Suðurlands. Í ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurlandi sem setti fram kröfu um nálgunarbannið kemur fram að að kvöldi 26. september síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meint heimilisofbeldi mannsins gagnvart konunni. Þá hafði konan flúið að heimili þeirra beggja eftir áflog þeirra á milli.Segist hafa verið slegin með hurðakarmiVið skýrslutöku greindi konan frá því að hún hafi legið sofandi í rúmi þeirra beggja þegar maðurinn hafi veist að henni með ofbeldi og meðal annars slegið hana með hurðakarmi, svokölluðu gerefti. Upphaf átakanna kvað konan mega rekja til þess að hún hafi leitað eftir að fá afnot af hluta sængur sem hún og maðurinn deildu, en við það hafi hann reiðst. Bar manninum ekki saman við konuna um þessa frásögn hennar en hann segir hana hafa átt upptökin að áflogunum með því að hafa slegið hann í andlitið.Ýmsir áverkar á konunni Áverkar konunnar samkvæmt framlögðu læknisvottorði fyrir dómi voru meðal annars rispur á brjótsholi og læri og eymsli í hársverði. Þá hafi hún einnig verið með eymsli á handlegg. Segir í vottorðinu að að skrámurnar geti vel hafa komið við barsmíðar með hlut eins og konan hafi lýst, það er með spýtu. Í nálgunarbannsúrskurðinum felst að manninum er bannað að koma nálægt húsi konunnar á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus mælt frá miðju hússins. Þá er honum bannað að veita henni eftirför, heimsækja hana, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í fjögurra vikna nálgunarbann gagnvart fyrrum sambýliskonu sinni og til brottvísunar af heimili en maðurinn er grunaður um að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Staðfesti Hæstiréttur þar með úrskurð Héraðsdóms Suðurlands. Í ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurlandi sem setti fram kröfu um nálgunarbannið kemur fram að að kvöldi 26. september síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meint heimilisofbeldi mannsins gagnvart konunni. Þá hafði konan flúið að heimili þeirra beggja eftir áflog þeirra á milli.Segist hafa verið slegin með hurðakarmiVið skýrslutöku greindi konan frá því að hún hafi legið sofandi í rúmi þeirra beggja þegar maðurinn hafi veist að henni með ofbeldi og meðal annars slegið hana með hurðakarmi, svokölluðu gerefti. Upphaf átakanna kvað konan mega rekja til þess að hún hafi leitað eftir að fá afnot af hluta sængur sem hún og maðurinn deildu, en við það hafi hann reiðst. Bar manninum ekki saman við konuna um þessa frásögn hennar en hann segir hana hafa átt upptökin að áflogunum með því að hafa slegið hann í andlitið.Ýmsir áverkar á konunni Áverkar konunnar samkvæmt framlögðu læknisvottorði fyrir dómi voru meðal annars rispur á brjótsholi og læri og eymsli í hársverði. Þá hafi hún einnig verið með eymsli á handlegg. Segir í vottorðinu að að skrámurnar geti vel hafa komið við barsmíðar með hlut eins og konan hafi lýst, það er með spýtu. Í nálgunarbannsúrskurðinum felst að manninum er bannað að koma nálægt húsi konunnar á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus mælt frá miðju hússins. Þá er honum bannað að veita henni eftirför, heimsækja hana, nálgast á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni, eða vera með nokkru öðru móti í beinu sambandi við hana. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira