Jólaljósin lýsa upp skammdegið: „Af hverju ekki?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:30 Hjördís ásamt hundi sínum í upplýstri íbúðinni. vísir/eyþór Rúmlega tveir mánuðir eru nú til jóla en þrátt fyrir það má á stöku stað sjá jólaljós komin upp. Þeir sem hafa tekið forskot á sæluna hugsa þó meira um birtuna frá perunum heldur en skreytingar á þessum tímapunkti. „Ég er með smá ljós í gluggunum og aðeins úti á palli. Þetta eru mest megnis hvítar perur sem ég set upp þegar dimma tekur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, íbúi í Flétturima í Grafarvogi, við Vísi. Hún kallar ljósin að eigin sögn haustljós. Í seríunum eru hvítar perur en Hjördís setur þær út í glugga þegar daginn tekur að stytta. Skömmu eftir að nóvember gengur í garð eru þær fjarlægðar úr gluggunum og rauðar jólaseríur settar í staðinn. „Ég hugsa bara, í mesta skammdeginu, af hverju ekki? Af hverju ekki að láta birtuna njóta sín og hafa bjart í kringum sig?“ segir Hjördís.Katla og Salka Ómarsdætur fyrir framan vel skreytt húsið.vísir/eyþór„Nágrannar mínir í næsta húsi grínuðust með það hvort það yrði ekki örugglega dimmer á þessu svo þeir gætu horft á sjónvarpið,“ segir Ómar R. Valdimarsson héraðsdómslögmaður. Skrautið er einnig komið á húsið hans. „Undanfarin ár hef ég verið í grimmri samkeppni við IKEA um það hvort seríurnar mínar fara upp á undan skrautinu þeirra og sjálfri jólageitinni. Í ár voru þeir örlítið á undan,“ segir Ómar. Skrautið á Ómar ekki sjálfur en hann í félagi við annan mann rekur fyrirtækið Garðlist. Á sumrin sér það um garðslátt og garðahreinsun en á öðrum árstímum um skreytingar á görðum og jólaskreytingar. Ljósin eru þaðan komin. „Ég hef fundið það að myrkrið fer alltaf ver í mann eftir því sem maður eldist og því fer þetta upp svona snemma. Skrautið fær síðan að lifa fram í janúar þegar daginn tekur að lengja á ný.“ Í fyrstu skiptin sem Ómar og fjölskylda hans gerði þetta bjó hann í Hlíðunum og perurnar voru eldri týpur. Þá tók hann eftir eilítilli hækkun á rafmagnsreikningum. Nú eru hins vegar LED-perur í seríunum auk þess að skreytingin er tímastillt á þann hátt að það kviknar á henni þegar rökkvar. „Jólin eru eiginlega allt í kringum mig. Konan mín, Margrét Ýr, er mikið jólabarn og í raun getin af tveimur jólabörnum,“ segir Ómar. Það vill nefnilega svo til að báðir tengdaforeldrar hans eru fæddir á aðfangadag. „Síðan er eldri bróðir minn fæddur á þeim degi líka.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Rúmlega tveir mánuðir eru nú til jóla en þrátt fyrir það má á stöku stað sjá jólaljós komin upp. Þeir sem hafa tekið forskot á sæluna hugsa þó meira um birtuna frá perunum heldur en skreytingar á þessum tímapunkti. „Ég er með smá ljós í gluggunum og aðeins úti á palli. Þetta eru mest megnis hvítar perur sem ég set upp þegar dimma tekur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, íbúi í Flétturima í Grafarvogi, við Vísi. Hún kallar ljósin að eigin sögn haustljós. Í seríunum eru hvítar perur en Hjördís setur þær út í glugga þegar daginn tekur að stytta. Skömmu eftir að nóvember gengur í garð eru þær fjarlægðar úr gluggunum og rauðar jólaseríur settar í staðinn. „Ég hugsa bara, í mesta skammdeginu, af hverju ekki? Af hverju ekki að láta birtuna njóta sín og hafa bjart í kringum sig?“ segir Hjördís.Katla og Salka Ómarsdætur fyrir framan vel skreytt húsið.vísir/eyþór„Nágrannar mínir í næsta húsi grínuðust með það hvort það yrði ekki örugglega dimmer á þessu svo þeir gætu horft á sjónvarpið,“ segir Ómar R. Valdimarsson héraðsdómslögmaður. Skrautið er einnig komið á húsið hans. „Undanfarin ár hef ég verið í grimmri samkeppni við IKEA um það hvort seríurnar mínar fara upp á undan skrautinu þeirra og sjálfri jólageitinni. Í ár voru þeir örlítið á undan,“ segir Ómar. Skrautið á Ómar ekki sjálfur en hann í félagi við annan mann rekur fyrirtækið Garðlist. Á sumrin sér það um garðslátt og garðahreinsun en á öðrum árstímum um skreytingar á görðum og jólaskreytingar. Ljósin eru þaðan komin. „Ég hef fundið það að myrkrið fer alltaf ver í mann eftir því sem maður eldist og því fer þetta upp svona snemma. Skrautið fær síðan að lifa fram í janúar þegar daginn tekur að lengja á ný.“ Í fyrstu skiptin sem Ómar og fjölskylda hans gerði þetta bjó hann í Hlíðunum og perurnar voru eldri týpur. Þá tók hann eftir eilítilli hækkun á rafmagnsreikningum. Nú eru hins vegar LED-perur í seríunum auk þess að skreytingin er tímastillt á þann hátt að það kviknar á henni þegar rökkvar. „Jólin eru eiginlega allt í kringum mig. Konan mín, Margrét Ýr, er mikið jólabarn og í raun getin af tveimur jólabörnum,“ segir Ómar. Það vill nefnilega svo til að báðir tengdaforeldrar hans eru fæddir á aðfangadag. „Síðan er eldri bróðir minn fæddur á þeim degi líka.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira