Gerum betur í loftslagsmálum – nýtum tækifærið Kristján Geir Gunnarsson skrifar 12. desember 2016 00:00 Á undanförnum áratugum hefur orðið gríðarleg breyting á almennu hugarfari þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum og það er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims vinni saman að því að minnka eins og mögulegt er þau áhrif sem maðurinn hefur á umhverfi sitt. Þar getur enginn svikist undan ábyrgð því að afleiðingarnar snerta okkur öll. Fyrir ári síðan var undirritað samkomulag á COP21 loftslagsráðstefnunni í París sem markar raunveruleg tímamót í samvinnu ríkja um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda verulega til framtíðar.Grundvallaratriði Parísarsamkomulagsins er að hvert ríki setur sér markmið um hvernig minnka skuli þessa losun og fylgi því eftir með eftirliti og regluverki. Hér á Íslandi hefur ríkið m.a. sett saman sóknaráætlun í loftslagsmálum sem m.a. ýta undir skógrækt og landgræðslu, jarðhitanýtingu og samvinnu við fyrirtæki og aðila í sjávarútvegi og landbúnaði um minni losun. En það er ekki nóg. Ef Ísland á að ná markmiðum sínum og helst meira til er nauðsynlegt að, ríki, fyrirtæki og einstaklingar leggist á eitt. Í tengslum við undirbúning Parísarráðstefnunnar höfðu Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, forgöngu um að 104 íslensk fyrirtæki undirrituðu yfirlýsingu um loftslagsmál. Í yfirlýsingunni eru sett fram þrjú markmið - að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að minnka myndun úrgangs og að mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu þessara þátta. Yfirlýsingin er ákaflega mikilvæg því að hún leggur þá ábyrgð á hendur fyrirtækjanna að takast á hendur beinar aðgerðir að eigin frumkvæði varðandi loftslagsmál. Mælum kolefnissporið – mikilvæg upplýsingagjöf Oddi var eitt þeirra fyrirtækja sem undirrituðu yfirlýsinguna og hefur síðastliðið ár unnið skipulega að því að uppfylla markmiðin þrjú. Á þessum tíma hefur sérstaklega verið lögð rækt við það hjá Odda hvernig megi mæla árangurinn og veita skýrar upplýsingar um stöðuna. Í þeim tilgangi óskuðum við eftir því við verkfræðistofuna Eflu að reikna út kolefnisspor framleiðsluvara okkar, t.d. pappakassa og ýmis konar matvælaumbúða, í samanburði við erlenda framleiðslu. Niðurstöðurnar voru mjög gleðilegar því að í ljós kom að kolefnisspor vörunnar okkar var frá 11% og upp í 93% lægra en hjá samkeppnisaðilum erlendis. Það að hafa mælingu á kolefnisspori framleiðslunnar og geta veitt bæði viðskiptavinum okkar og þeirra viðskiptavinum skýrar og greinargóðarupplýsingar um það er ákaflega mikilvægt. Kröfur t.d. matvælaútflytjenda og kaupenda erlendis um að upplýsingar um kolefnisspor liggi fyrir hafa aukist verulega frá undirritun Parísarsamkomulagsins og eru í mörgum tilfellum orðnar skilyrði fyrir því að samningar náist. Hjá Odda fögnum við þessari þróun því að auknar kröfur efla umhverfisvitund fyrirtækja og ýta undir þá stefnumörkun og vinnu sem þarf að fara fram innan fyrirtækjanna til að uppfylla þær. Fyrir okkur þýða slíkar kröfur að við höldum ótrauð áfram okkar vinnu við að reyna að gera ætíð eins vel í umvherfismálum og mögulegt er, en það markmið hefur verið grunnþáttur í starfsemi Odda um langt skeið. Á síðustu tuttugu árum hefur Oddi hlotið ýmis umhverfisverðlaun og viðurkenningar og allt prentverk fyrirtækisins er með Svansvottun, svo eitthvað sé nefnt.Ekki kvöð heldur tækifæri Með Parísarsamkomulaginu og öðrum settum markmiðum, eins og yfirlýsingu Festu um loftslagsmál, opnast einnig ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Yfirgnæfandi nýting endurnýjanlegrar orku og orðspor Íslands um hreinleika og ferskar afurðir hefur lagt grunn sem við eigum að byggja ofan á. Með því að vinna staðfastlega að því að bæta okkur í umhverfismálum og veita viðskiptavinum um allan heim skýrar upplýsingar um kolefnisspor framleiðslunnar og aðgerðir fyrirtækja í umhverfismálum geta t.d. opnast nýir möguleikar til markaðssetningar á alþjóðavísu. Það sýnir að auknar kröfur til fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum eru ekki kvöð heldur tækifæri, tækifæri sem við eigum að nýta vel með því að sýna frumkvæði. Ef hvert íslenskt fyrirtæki vinnur heils hugar að því að bæta sig á þeim forsendum aukast líkurnar á því að við náum árangri saman. Og það mun skipta okkur öll máli til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hefur orðið gríðarleg breyting á almennu hugarfari þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum og það er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims vinni saman að því að minnka eins og mögulegt er þau áhrif sem maðurinn hefur á umhverfi sitt. Þar getur enginn svikist undan ábyrgð því að afleiðingarnar snerta okkur öll. Fyrir ári síðan var undirritað samkomulag á COP21 loftslagsráðstefnunni í París sem markar raunveruleg tímamót í samvinnu ríkja um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda verulega til framtíðar.Grundvallaratriði Parísarsamkomulagsins er að hvert ríki setur sér markmið um hvernig minnka skuli þessa losun og fylgi því eftir með eftirliti og regluverki. Hér á Íslandi hefur ríkið m.a. sett saman sóknaráætlun í loftslagsmálum sem m.a. ýta undir skógrækt og landgræðslu, jarðhitanýtingu og samvinnu við fyrirtæki og aðila í sjávarútvegi og landbúnaði um minni losun. En það er ekki nóg. Ef Ísland á að ná markmiðum sínum og helst meira til er nauðsynlegt að, ríki, fyrirtæki og einstaklingar leggist á eitt. Í tengslum við undirbúning Parísarráðstefnunnar höfðu Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, forgöngu um að 104 íslensk fyrirtæki undirrituðu yfirlýsingu um loftslagsmál. Í yfirlýsingunni eru sett fram þrjú markmið - að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að minnka myndun úrgangs og að mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu þessara þátta. Yfirlýsingin er ákaflega mikilvæg því að hún leggur þá ábyrgð á hendur fyrirtækjanna að takast á hendur beinar aðgerðir að eigin frumkvæði varðandi loftslagsmál. Mælum kolefnissporið – mikilvæg upplýsingagjöf Oddi var eitt þeirra fyrirtækja sem undirrituðu yfirlýsinguna og hefur síðastliðið ár unnið skipulega að því að uppfylla markmiðin þrjú. Á þessum tíma hefur sérstaklega verið lögð rækt við það hjá Odda hvernig megi mæla árangurinn og veita skýrar upplýsingar um stöðuna. Í þeim tilgangi óskuðum við eftir því við verkfræðistofuna Eflu að reikna út kolefnisspor framleiðsluvara okkar, t.d. pappakassa og ýmis konar matvælaumbúða, í samanburði við erlenda framleiðslu. Niðurstöðurnar voru mjög gleðilegar því að í ljós kom að kolefnisspor vörunnar okkar var frá 11% og upp í 93% lægra en hjá samkeppnisaðilum erlendis. Það að hafa mælingu á kolefnisspori framleiðslunnar og geta veitt bæði viðskiptavinum okkar og þeirra viðskiptavinum skýrar og greinargóðarupplýsingar um það er ákaflega mikilvægt. Kröfur t.d. matvælaútflytjenda og kaupenda erlendis um að upplýsingar um kolefnisspor liggi fyrir hafa aukist verulega frá undirritun Parísarsamkomulagsins og eru í mörgum tilfellum orðnar skilyrði fyrir því að samningar náist. Hjá Odda fögnum við þessari þróun því að auknar kröfur efla umhverfisvitund fyrirtækja og ýta undir þá stefnumörkun og vinnu sem þarf að fara fram innan fyrirtækjanna til að uppfylla þær. Fyrir okkur þýða slíkar kröfur að við höldum ótrauð áfram okkar vinnu við að reyna að gera ætíð eins vel í umvherfismálum og mögulegt er, en það markmið hefur verið grunnþáttur í starfsemi Odda um langt skeið. Á síðustu tuttugu árum hefur Oddi hlotið ýmis umhverfisverðlaun og viðurkenningar og allt prentverk fyrirtækisins er með Svansvottun, svo eitthvað sé nefnt.Ekki kvöð heldur tækifæri Með Parísarsamkomulaginu og öðrum settum markmiðum, eins og yfirlýsingu Festu um loftslagsmál, opnast einnig ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Yfirgnæfandi nýting endurnýjanlegrar orku og orðspor Íslands um hreinleika og ferskar afurðir hefur lagt grunn sem við eigum að byggja ofan á. Með því að vinna staðfastlega að því að bæta okkur í umhverfismálum og veita viðskiptavinum um allan heim skýrar upplýsingar um kolefnisspor framleiðslunnar og aðgerðir fyrirtækja í umhverfismálum geta t.d. opnast nýir möguleikar til markaðssetningar á alþjóðavísu. Það sýnir að auknar kröfur til fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum eru ekki kvöð heldur tækifæri, tækifæri sem við eigum að nýta vel með því að sýna frumkvæði. Ef hvert íslenskt fyrirtæki vinnur heils hugar að því að bæta sig á þeim forsendum aukast líkurnar á því að við náum árangri saman. Og það mun skipta okkur öll máli til framtíðar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar