Róbert: Ég geng stoltur frá borði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2016 18:27 Róbert á sínu síðasta stórmóti með íslenska landsliðinu í janúar á þessu ári. vísir/valli „Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. Það eru tæp 16 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland og nú 276 landsleikjum síðar er komið að því að henda landsliðsskónum upp í hillu. Hann verður því ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi. Ekki frekar en Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson sem einnig hafa hætt á þessu ári. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma. Það er erfitt að finna tímapunktinn hvenær sé best að hætta og ég held að það sé aldrei hægt að finna fullkominn tímapunkt.“ Róbert segir að eftir að hann flutti aftur til Danmerkur, þar sem hann spilar nú í Árósum, hafi hann fundið að það sé orðið erfiðara að taka þátt í landsliðsverkefnum „Það er erfitt að láta sig hverfa í mánuð. Maður þarf líka að axla ábyrgð heima hjá sér. Það er einn hlutur af mörgum. Það er líka kominn tími á að hleypa nýjum mönnum að. Ég er svo að hugsa um að lengja ferilinn. Það er margt sem kemur til.“Róbert í leik gegn Danmörku.vísir/gettyRóbert segir að landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, hafi haft fullan skilning á hans ákvörðun og borið virðingu fyrir henni. Hann sé alls ekki í neinni fýlu eftir að hafa ekki verið valinn í hópinn á dögunum. „Við áttum mjög gott spjall og engin leiðindi. Það er allt í góðu. Það var líka allt í góðu er hann valdi mig ekki. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef pælt í þessu í talsverðan tíma og ég held að þetta sé fínn tímapunktur til að stíga út. Mér líður vel með þetta,“ segir Róbert en ákvörðunin tengist heldur ekki því að herbergisfélagi hans til margra ára, Snorri Steinn Guðjónsson, sé einnig hættur í landsliðinu. „Fólk hlýtur að lesa á milli línanna að þetta sé ástæðan fyrir að ég hætti. Við bundumst blóðböndum fyrir 15 árum að hætta á sama tíma,“ segir Róbert léttur. Landsliðið hefur verið stór hluti af lífi Róberts í ansi langan tíma og hann segir að þess vegna sé það þeim mun erfiðara að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag,“ segir Róbert en hvernig heldur hann að tilfinningin verði er fyrsti leikur á HM hefst og hann verður bara heima hjá sér? „Það verður eflaust mjög sérstök tilfinning. Ég fann samt er ég var ekki með í síðasta verkefni að mér leið ekkert illa að vera ekki á staðnum. Það var staðfesting fyrir mig að ég væri kominn á endastöð og gæti verið sáttur við að hætta. Það er forréttindi að hafa verið hluti af þessu í öll þessi ár.“ Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
„Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. Það eru tæp 16 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland og nú 276 landsleikjum síðar er komið að því að henda landsliðsskónum upp í hillu. Hann verður því ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi. Ekki frekar en Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson sem einnig hafa hætt á þessu ári. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma. Það er erfitt að finna tímapunktinn hvenær sé best að hætta og ég held að það sé aldrei hægt að finna fullkominn tímapunkt.“ Róbert segir að eftir að hann flutti aftur til Danmerkur, þar sem hann spilar nú í Árósum, hafi hann fundið að það sé orðið erfiðara að taka þátt í landsliðsverkefnum „Það er erfitt að láta sig hverfa í mánuð. Maður þarf líka að axla ábyrgð heima hjá sér. Það er einn hlutur af mörgum. Það er líka kominn tími á að hleypa nýjum mönnum að. Ég er svo að hugsa um að lengja ferilinn. Það er margt sem kemur til.“Róbert í leik gegn Danmörku.vísir/gettyRóbert segir að landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, hafi haft fullan skilning á hans ákvörðun og borið virðingu fyrir henni. Hann sé alls ekki í neinni fýlu eftir að hafa ekki verið valinn í hópinn á dögunum. „Við áttum mjög gott spjall og engin leiðindi. Það er allt í góðu. Það var líka allt í góðu er hann valdi mig ekki. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef pælt í þessu í talsverðan tíma og ég held að þetta sé fínn tímapunktur til að stíga út. Mér líður vel með þetta,“ segir Róbert en ákvörðunin tengist heldur ekki því að herbergisfélagi hans til margra ára, Snorri Steinn Guðjónsson, sé einnig hættur í landsliðinu. „Fólk hlýtur að lesa á milli línanna að þetta sé ástæðan fyrir að ég hætti. Við bundumst blóðböndum fyrir 15 árum að hætta á sama tíma,“ segir Róbert léttur. Landsliðið hefur verið stór hluti af lífi Róberts í ansi langan tíma og hann segir að þess vegna sé það þeim mun erfiðara að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag,“ segir Róbert en hvernig heldur hann að tilfinningin verði er fyrsti leikur á HM hefst og hann verður bara heima hjá sér? „Það verður eflaust mjög sérstök tilfinning. Ég fann samt er ég var ekki með í síðasta verkefni að mér leið ekkert illa að vera ekki á staðnum. Það var staðfesting fyrir mig að ég væri kominn á endastöð og gæti verið sáttur við að hætta. Það er forréttindi að hafa verið hluti af þessu í öll þessi ár.“
Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09