Níu ára stúlka í tilvistarkreppu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. maí 2016 10:00 Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York, en hún er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmyndinni Svaninum. Vísir/Vilhelm Myndin byggir á skáldsögunni Svaninum eftir Guðberg Bergsson og fjallar um níu ára afvegaleidda stúlku sem er send í sveit til að þroskast og fullorðnast, myndin er að miklu leyti um samband hennar við náttúruna og hvernig það er að eldast. Hún flækist líka inn í líf fólksins á bænum þar sem töluvert drama er í gangi og án þess að hún geri sér grein fyrir því er hún flækt í atburðarás sem hún sjálf skilur ekki. Það er óhætt að segja að þetta fjalli um níu ára stúlku í tilvistarkreppu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona, spurð út í nýjustu kvikmynd sína, Svaninn. Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York. Þar lagði hún fyrstu drög að handritinu árið 2010 í áfanga sem nefnist aðlögun að hvíta tjaldinu. „Þetta var hálfgerð æfing þegar ég byrjaði að skrifa handritið, svo ákvað ég að senda drögin áfram sem varð til þess að ég, ásamt Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur hjá Vintage Pictures, fékk kvikmyndaréttinn að skáldsögunni,“ segir Ása Helga. Tökur á myndinni fara að mestu fram í Svarfaðardal í júlí og ágúst og segist Ása einstaklega spennt fyrir ferlinu. Laufey Elíasdóttir sér um leikaraval í myndinni, en hún hefur leikið í fjölda kvikmynda; Reykjavík, Vonarstræti, Brúðgumanum og Blóðböndum. „Í sameiningu höfum við Laufey unnið að leikaravali sem er um þessar mundir að fullmótast. Ástæða þess að ég valdi Svarfaðardal er vegna þess hversu fallegur hann er og ekki skemmir fyrir að ég er ættuð þaðan og var mikið þar sem barn,“ segir hún. Ása Helga hefur þó ekki setið aðgerðalaus frá 2010 heldur gerði hún tvær stuttmyndir ásamt því að eignast lítinn dreng um miðjan nóvember síðastliðinn. „Ég gerði tvær stuttmyndir eftir að ég útskrifaðist frá Columbia, Þú og ég og Ástarsögu. Draumurinn er svo að koma Svaninum á erlendar kvikmyndahátíðir og vonandi fær hún að ferðast sem víðast,“ segir Ása Helga að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Myndin byggir á skáldsögunni Svaninum eftir Guðberg Bergsson og fjallar um níu ára afvegaleidda stúlku sem er send í sveit til að þroskast og fullorðnast, myndin er að miklu leyti um samband hennar við náttúruna og hvernig það er að eldast. Hún flækist líka inn í líf fólksins á bænum þar sem töluvert drama er í gangi og án þess að hún geri sér grein fyrir því er hún flækt í atburðarás sem hún sjálf skilur ekki. Það er óhætt að segja að þetta fjalli um níu ára stúlku í tilvistarkreppu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona, spurð út í nýjustu kvikmynd sína, Svaninn. Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York. Þar lagði hún fyrstu drög að handritinu árið 2010 í áfanga sem nefnist aðlögun að hvíta tjaldinu. „Þetta var hálfgerð æfing þegar ég byrjaði að skrifa handritið, svo ákvað ég að senda drögin áfram sem varð til þess að ég, ásamt Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur hjá Vintage Pictures, fékk kvikmyndaréttinn að skáldsögunni,“ segir Ása Helga. Tökur á myndinni fara að mestu fram í Svarfaðardal í júlí og ágúst og segist Ása einstaklega spennt fyrir ferlinu. Laufey Elíasdóttir sér um leikaraval í myndinni, en hún hefur leikið í fjölda kvikmynda; Reykjavík, Vonarstræti, Brúðgumanum og Blóðböndum. „Í sameiningu höfum við Laufey unnið að leikaravali sem er um þessar mundir að fullmótast. Ástæða þess að ég valdi Svarfaðardal er vegna þess hversu fallegur hann er og ekki skemmir fyrir að ég er ættuð þaðan og var mikið þar sem barn,“ segir hún. Ása Helga hefur þó ekki setið aðgerðalaus frá 2010 heldur gerði hún tvær stuttmyndir ásamt því að eignast lítinn dreng um miðjan nóvember síðastliðinn. „Ég gerði tvær stuttmyndir eftir að ég útskrifaðist frá Columbia, Þú og ég og Ástarsögu. Draumurinn er svo að koma Svaninum á erlendar kvikmyndahátíðir og vonandi fær hún að ferðast sem víðast,“ segir Ása Helga að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira