Lífið

Glæstar vonir 101: „Var einhver að prumpa?“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leikkonan Jaquelina Macinnes-Wood sem leikur Steffy Forrester í þáttunum Glæstum vonum, The Bold and The Beutiful sýndi Andra Ólafssyni, stjórnanda Íslands í dag, hvernig ætti að slá í gegn í sápuóperum.

„Maður þarf að vera með hugann við atriðið en þetta snýst allt um að telja kúlur, maður sér þær fyrir sér,“ sagði Jaquelina sem lumaði á fleiri brögðum þegar Andri spurði hana hvernig best væri að koma sér í gegnum heilt atriði.

„Síðan er það þetta: Var einhver að prumpa? Ég er ekki viss,“ sagði hún áður en að hún og Andri tóku eitt lauflétt sápuóperuatriði sem sjá má hér fyrir ofan.

Leikkonan fór einnig í saumana á því sem gerist á bakvið tjöldin við gerð þáttana og sagði hún meðal annars að leikaralið þáttanna eigi það til að hittast og fá sér í glas eftir tökur í búningsherbergi John McCook, sem fer með hlutverk Erics Forrester í þáttunum.

Þá þurfi aðstandendur að hafa hraðar hendur við gerð þáttanna og segir Macinnes-Wood að þau hafi jafnvel þurft að taka upp 6 þætti á einum vinnudegi. Lítið svigrúm sé fyrir mistök og gert sé ráð fyrir því að allt heppnist í einni töku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.