Varanlegur skaði eftir næturgaman á Rangá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Landeigendur ofan skógræktarjarðarinnar Bolholts við Ytri-Rangá segja menn á sæþotum að næturlagi friðarspilla. „Ótrúlegur skaði og varanlegur hefur orðið af nokkurra klukkutíma kvöld- og næturskemmtun,“ segir hópur landeigenda við Ytri-Rangá sem vill að settar verði reglur um umferð vélknúinna tækja um ána. Landeigendurnir sendu fyrir meira en ári, í byrjun febrúar 2015, bréf til sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og lýstu miklu ónæði af umferð sæþota um Ytri-Rangá. Þrátt fyrir ítrekanir og fund með sveitarstjóranum hefur erindinu ekki verið svarað. „Undanfarin sumur hefur borið á því að menn fari á vélknúnum vatnaþotum (sæköttum) um Ytri-Rangá. Mikið fuglalíf hefur verið á ánni meðfram spildum undirritaðra, einkum á og við hólma og grynningar sem eru þar víða í ánni,“ segir í bréfinu. Augljós áhrif hafi orðið á fuglalíf af miklum hávaða og öldugangi sem fylgi hinum hraðskreiðu tækjum.„Fjölmargar andategundir eiga sér bústað við ána bæði sumar og vetur og þær eru sérlega viðkvæmar fyrir truflun af völdum hraðskreiðra vélknúinna tækja. Álftir sem áður verptu í hólmum hafa horfið á brott á miðju sumri og ekki snúið þangað aftur síðan,“ rekja landeigendurnir. Þá er minnt á að hljóð berist sérlega vel í vatni. „Og því er ekki vafamál að þessi vélknúnu tæki hafa ekki síður áhrif á líf fiska í ánni, einni aflamestu fiskveiðiá landsins,“ segir í bréfinu þar sem skorað er á sveitarstjórnina að beita sér fyrir banni við umferð vélknúinna tækja á Ytri-Rangá „til varnar einstakri náttúru hennar og fjölbreyttu fuglalífi.“Hjalti Harðarson, landeigandi við Ytri-Rangá.Í vatnalögum frá 1923 er ákvæði um að öllum sé heimil för um vötn. Landeigendurnir segja hins vegar fordæmi fyrir banni eins og þeir leggja til. Þeir nefna sem dæmi lögreglusamþykkt Árborgar þar sem umferð skipa, báta og annarra vatnafarartækja er bönnuð á hluta Ölfusár nema með leyfi lögreglustjóra. „Við teljum mikilvægt að skynsamleg afstaða verði tekin til þessa máls áður en byggð eykst við ána," skrifa bréfritararnir sem eiga lönd ofan skógræktarjarðarinnar Bolholts á austurbakka Ytri-Rangár. Bréfið var tekið fyrir 25. febrúar í fyrra á fundi sveitarstjórnar sem frestaði afgreiðslu málsins og fól Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra að afla frekari gagna um meðferð sambærilegra mála. Ekki náðist tal af Ágústi í gær. Einn landeigendanna, Hjalti Harðarson, segir að þrátt fyrir erindið til sveitarstjórnarinnar hafi ekkert verið aðhafst. „Ég veit til þess að víða á landinu er mikil óánægja vegna svipaðra mála og því er brýn þörf á að fá menn til umhugsunar um þetta,“ segir Hjalti Harðarson.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4.maíHér hefur sæþotuknapi á Ytri-Rangá fallið af baki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
„Ótrúlegur skaði og varanlegur hefur orðið af nokkurra klukkutíma kvöld- og næturskemmtun,“ segir hópur landeigenda við Ytri-Rangá sem vill að settar verði reglur um umferð vélknúinna tækja um ána. Landeigendurnir sendu fyrir meira en ári, í byrjun febrúar 2015, bréf til sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og lýstu miklu ónæði af umferð sæþota um Ytri-Rangá. Þrátt fyrir ítrekanir og fund með sveitarstjóranum hefur erindinu ekki verið svarað. „Undanfarin sumur hefur borið á því að menn fari á vélknúnum vatnaþotum (sæköttum) um Ytri-Rangá. Mikið fuglalíf hefur verið á ánni meðfram spildum undirritaðra, einkum á og við hólma og grynningar sem eru þar víða í ánni,“ segir í bréfinu. Augljós áhrif hafi orðið á fuglalíf af miklum hávaða og öldugangi sem fylgi hinum hraðskreiðu tækjum.„Fjölmargar andategundir eiga sér bústað við ána bæði sumar og vetur og þær eru sérlega viðkvæmar fyrir truflun af völdum hraðskreiðra vélknúinna tækja. Álftir sem áður verptu í hólmum hafa horfið á brott á miðju sumri og ekki snúið þangað aftur síðan,“ rekja landeigendurnir. Þá er minnt á að hljóð berist sérlega vel í vatni. „Og því er ekki vafamál að þessi vélknúnu tæki hafa ekki síður áhrif á líf fiska í ánni, einni aflamestu fiskveiðiá landsins,“ segir í bréfinu þar sem skorað er á sveitarstjórnina að beita sér fyrir banni við umferð vélknúinna tækja á Ytri-Rangá „til varnar einstakri náttúru hennar og fjölbreyttu fuglalífi.“Hjalti Harðarson, landeigandi við Ytri-Rangá.Í vatnalögum frá 1923 er ákvæði um að öllum sé heimil för um vötn. Landeigendurnir segja hins vegar fordæmi fyrir banni eins og þeir leggja til. Þeir nefna sem dæmi lögreglusamþykkt Árborgar þar sem umferð skipa, báta og annarra vatnafarartækja er bönnuð á hluta Ölfusár nema með leyfi lögreglustjóra. „Við teljum mikilvægt að skynsamleg afstaða verði tekin til þessa máls áður en byggð eykst við ána," skrifa bréfritararnir sem eiga lönd ofan skógræktarjarðarinnar Bolholts á austurbakka Ytri-Rangár. Bréfið var tekið fyrir 25. febrúar í fyrra á fundi sveitarstjórnar sem frestaði afgreiðslu málsins og fól Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra að afla frekari gagna um meðferð sambærilegra mála. Ekki náðist tal af Ágústi í gær. Einn landeigendanna, Hjalti Harðarson, segir að þrátt fyrir erindið til sveitarstjórnarinnar hafi ekkert verið aðhafst. „Ég veit til þess að víða á landinu er mikil óánægja vegna svipaðra mála og því er brýn þörf á að fá menn til umhugsunar um þetta,“ segir Hjalti Harðarson.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4.maíHér hefur sæþotuknapi á Ytri-Rangá fallið af baki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira