ASÍ gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. maí 2016 16:22 ASÍ er ósátt við frumvarp heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku en fagnar því þó að verið sé að reyna gera breytingar. Vísir/Baldur Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við að breytingar á greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu séu eingöngu fjármagnaðar með aukinni kostnaðarþátttöku allflestra notenda heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ. Sambandið fagnar þó því að fram séu komnar hugmyndir um breytingar á kerfinu sem miða að því að sett sé hámark á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ályktuninni segir að verið sé að færa kostnað milli hópa. „Ekki stendur til að auka fjármagn til málaflokksins og draga úr heildarkostnaðarþátttöku sjúklinga. Þetta mun leiða til þess að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hækkar bæði hjá sjúklingum almennt en ekki síður hjá öldruðum og öryrkjum.“ Alþýðusambandið telur jafnframt kostnaðarþakið sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu of hátt. „Ekki síst í ljósi þess að lyfjakostnaður og sálfræðiþjónusta er fyrir utan þetta kerfi en báðir þættir eru mjög dýrir fyrir fjölda fólks. Margir munu því áfram hafa heilbrigðiskostnað sem fer talsvert umfram það hámark sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það býður heim hættunni á því að þeim fjölgi enn sem hafa ekki efni á að sækja sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það er með öllu óásættanlegt.“ Tengdar fréttir Þungur baggi á heimilunum Gjaldtaka í íslensku heilbrigðiskerfi er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu ASÍ. Ekkert þak er á heildarkostnaði sjúklinga og mikið ójafnræði er á milli sjúklingahópa eftir því hvaða meðferð þeir sækja. 31. mars 2016 07:00 Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttttökukerfi sjúklinga setur hámark á mánaðarleg og árleg útgjöld fólks til hreilbrigðisþjónustu. 26. apríl 2016 11:36 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við að breytingar á greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu séu eingöngu fjármagnaðar með aukinni kostnaðarþátttöku allflestra notenda heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ. Sambandið fagnar þó því að fram séu komnar hugmyndir um breytingar á kerfinu sem miða að því að sett sé hámark á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ályktuninni segir að verið sé að færa kostnað milli hópa. „Ekki stendur til að auka fjármagn til málaflokksins og draga úr heildarkostnaðarþátttöku sjúklinga. Þetta mun leiða til þess að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hækkar bæði hjá sjúklingum almennt en ekki síður hjá öldruðum og öryrkjum.“ Alþýðusambandið telur jafnframt kostnaðarþakið sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu of hátt. „Ekki síst í ljósi þess að lyfjakostnaður og sálfræðiþjónusta er fyrir utan þetta kerfi en báðir þættir eru mjög dýrir fyrir fjölda fólks. Margir munu því áfram hafa heilbrigðiskostnað sem fer talsvert umfram það hámark sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það býður heim hættunni á því að þeim fjölgi enn sem hafa ekki efni á að sækja sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það er með öllu óásættanlegt.“
Tengdar fréttir Þungur baggi á heimilunum Gjaldtaka í íslensku heilbrigðiskerfi er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu ASÍ. Ekkert þak er á heildarkostnaði sjúklinga og mikið ójafnræði er á milli sjúklingahópa eftir því hvaða meðferð þeir sækja. 31. mars 2016 07:00 Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttttökukerfi sjúklinga setur hámark á mánaðarleg og árleg útgjöld fólks til hreilbrigðisþjónustu. 26. apríl 2016 11:36 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Þungur baggi á heimilunum Gjaldtaka í íslensku heilbrigðiskerfi er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu ASÍ. Ekkert þak er á heildarkostnaði sjúklinga og mikið ójafnræði er á milli sjúklingahópa eftir því hvaða meðferð þeir sækja. 31. mars 2016 07:00
Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttttökukerfi sjúklinga setur hámark á mánaðarleg og árleg útgjöld fólks til hreilbrigðisþjónustu. 26. apríl 2016 11:36