Þungur baggi á heimilunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra boðar breytingar. ASÍ segir þörf á róttækum breytingum til að leiðrétta ójafnræði sem er á milli sjúklingahópa. Visir/GVA Fyrirkomulag gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu veldur ójafnræði milli sjúklingahópa, er niðurstaða nýrrar skýrslu Alþýðusambands Íslands um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og að í dag standi heimilin undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Með auknum beinum útgjöldum sjúklinga segir ASÍ fylgja þá hættu að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem auki misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega. Kostnaður einstaklinga ráðist að verulegu leyti af því hvers konar þjónustu eða meðferð þeir þurfi og hvert þeir geti sótt hana. Þrjú prósent Íslendinga sækja sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar samanborið við hálft prósent íbúa í nágrannalöndunum. Gagnrýnt er að sjálfsábyrgð sjúkratryggðra einstaklinga geti verið há sem birtist í því að ekkert þak sé á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa. Margir langveikir hafi fastan heilbrigðiskostnað sem sé verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra. Nefnd eru raunveruleg dæmi í skýrslunni um kostnað sjúklinga.ASÍ segir nauðsynlegt að boðað greiðsluþátttökukerfi taki á ójafnræði innan íslensks heilbrigðiskerfis. Horfa þurfi með heildstæðum hætti á allan kostnað sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins hvort sem hann er tilkominn vegna læknisþjónustu, lyfja, rannsókna, þjálfunar, endurhæfingar eða annarra þátta. Mikilvægt sé að setja hámark á kostnaðarþátttöku sjúklinga og að það hámark verði ekki fjármagnað með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem boðar breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið sagði hann í umræðuþætti um heilbrigðismál á RÚV ganga út á að jafna kostnaðarbyrði sjúklinga. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fyrirkomulag gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu veldur ójafnræði milli sjúklingahópa, er niðurstaða nýrrar skýrslu Alþýðusambands Íslands um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og að í dag standi heimilin undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Með auknum beinum útgjöldum sjúklinga segir ASÍ fylgja þá hættu að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem auki misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega. Kostnaður einstaklinga ráðist að verulegu leyti af því hvers konar þjónustu eða meðferð þeir þurfi og hvert þeir geti sótt hana. Þrjú prósent Íslendinga sækja sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar samanborið við hálft prósent íbúa í nágrannalöndunum. Gagnrýnt er að sjálfsábyrgð sjúkratryggðra einstaklinga geti verið há sem birtist í því að ekkert þak sé á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa. Margir langveikir hafi fastan heilbrigðiskostnað sem sé verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra. Nefnd eru raunveruleg dæmi í skýrslunni um kostnað sjúklinga.ASÍ segir nauðsynlegt að boðað greiðsluþátttökukerfi taki á ójafnræði innan íslensks heilbrigðiskerfis. Horfa þurfi með heildstæðum hætti á allan kostnað sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins hvort sem hann er tilkominn vegna læknisþjónustu, lyfja, rannsókna, þjálfunar, endurhæfingar eða annarra þátta. Mikilvægt sé að setja hámark á kostnaðarþátttöku sjúklinga og að það hámark verði ekki fjármagnað með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem boðar breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið sagði hann í umræðuþætti um heilbrigðismál á RÚV ganga út á að jafna kostnaðarbyrði sjúklinga. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira