Mismunandi fyrirkomulag á uppboðum með aflaheimildir Ásgeir Daníelsson skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Mikil umræða hefur verið um uppboð á aflaheimildum eftir að fréttist að Færeyingar hafa boðið upp aflaheimildir í nokkrum deilistofnum. Færeyingar líta á þessi uppboð sem tilraunastarfsemi og ætla að nota reynsluna af þeim til að þróa fram hentugt fyrirkomulag á uppboði aflaheimilda. Á fyrstu árum þessarar aldar voru umræður hér á landi um að taka upp uppboð á aflaheimildum. Sú hugmynd var nefnd að rétt væri að gera tilraunir með uppboð á aflaheimildum í nýjum tegundum eins og norsk-íslensku síldinni þar sem engin aflareynsla var fyrir hendi til að miða úthlutun aflaheimildanna við. Sömu aðstæður komu upp síðar þegar byrjað var að veiða kolmunna og makríl. Af þessu varð ekki og auðlindagjald var lagt á í formi skatts þrátt fyrir að flestum væri ljóst – einnig þeim sem útbjuggu það – að kerfið gæti leitt til mjög óskynsamlegrar niðurstöðu þegar aðstæður veiðanna breyttust mikið frá þeim tíma sem útreikningurinn miðaði við. (Þessi vandamál eru vissulega meiri en þau þyrftu að vera vegna undarlegrar þrákelkni við að miða við verð á lönduðum afla við útreikning á þorskígildum í stað leiguverðs á aflamarki.)Mismunandi uppboðskerfi Í grein í Fréttablaðinu 27. júlí segja tveir starfsmenn SFS að uppboð á aflaheimildum geri fyrirtækjum ókleift að skipuleggja sig til lengri tíma og lýst er áhyggjum af því að smábátar og skip minni útgerða fari halloka í útboðum á aflaheimildum. Sennilega hafa höfundarnir í huga uppboð þar sem allt aflamark (kvóti) tiltekins árs er boðið upp í einu lagi en það er auðvitað ekki eina mögulega fyrirkomulagið. Það er hægt að bjóða upp aflahlutdeildir til lengri tíma og einungis lítinn hluta af öllum aflaheimildum á hverju ári eins og fylgjendur fyrningarleiðarinnar hafa talað fyrir. Það væri líka hægt að skipta uppboðinu upp þannig að boðnar væru sérstaklega upp aflaheimildir fyrir smábáta og sérstaklega fyrir minni útgerðir ef það væri talið æskilegt að viðkomandi hópar héldu einhverri tiltekinni hlutdeild af aflaheimildum í heild. Það er hægt að setja hámörk á hvað hver útgerð megi bjóða í mikið af aflaheimildum (t.d. miðað við afkastagetu skipa sem hún á) og það er hægt að setja hámark á hversu mikið útgerð má eiga af aflaheimildum eins og er í núgildandi lögum. Ég hugsa að það sé hagkvæmt að hafa nokkur uppboð á aflaheimildum á ári og að það verði boðnar út aflahlutdeildir sem afskrifast á mislöngum tíma, sumar afskrifist á 20 árum, sumar á 5 árum og kannski sumar á einu ári, þ.e. aflamark ársins. Önnur atriði sem varða fyrirkomulag uppboða geta einnig skipt miklu. Allt þetta þarf að skoða mjög vandlega eins og starfsmenn SFS benda á í grein sinni, bæði með fræðilegum aðferðum (hagfræði, leikjafræði, tilraunum) og með því að skoða hvernig hlutirnir koma út þegar afmarkaður hluti aflaheimilda er boðinn út eins og Færeyingar eru að gera nú. Kannski ættum við að gera eins og Færeyingar og byrja á veiðum úr deilistofnum, sem eru uppsjávarfiskar og botnfiskur í Barentshafi eins og hjá Færeyingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um uppboð á aflaheimildum eftir að fréttist að Færeyingar hafa boðið upp aflaheimildir í nokkrum deilistofnum. Færeyingar líta á þessi uppboð sem tilraunastarfsemi og ætla að nota reynsluna af þeim til að þróa fram hentugt fyrirkomulag á uppboði aflaheimilda. Á fyrstu árum þessarar aldar voru umræður hér á landi um að taka upp uppboð á aflaheimildum. Sú hugmynd var nefnd að rétt væri að gera tilraunir með uppboð á aflaheimildum í nýjum tegundum eins og norsk-íslensku síldinni þar sem engin aflareynsla var fyrir hendi til að miða úthlutun aflaheimildanna við. Sömu aðstæður komu upp síðar þegar byrjað var að veiða kolmunna og makríl. Af þessu varð ekki og auðlindagjald var lagt á í formi skatts þrátt fyrir að flestum væri ljóst – einnig þeim sem útbjuggu það – að kerfið gæti leitt til mjög óskynsamlegrar niðurstöðu þegar aðstæður veiðanna breyttust mikið frá þeim tíma sem útreikningurinn miðaði við. (Þessi vandamál eru vissulega meiri en þau þyrftu að vera vegna undarlegrar þrákelkni við að miða við verð á lönduðum afla við útreikning á þorskígildum í stað leiguverðs á aflamarki.)Mismunandi uppboðskerfi Í grein í Fréttablaðinu 27. júlí segja tveir starfsmenn SFS að uppboð á aflaheimildum geri fyrirtækjum ókleift að skipuleggja sig til lengri tíma og lýst er áhyggjum af því að smábátar og skip minni útgerða fari halloka í útboðum á aflaheimildum. Sennilega hafa höfundarnir í huga uppboð þar sem allt aflamark (kvóti) tiltekins árs er boðið upp í einu lagi en það er auðvitað ekki eina mögulega fyrirkomulagið. Það er hægt að bjóða upp aflahlutdeildir til lengri tíma og einungis lítinn hluta af öllum aflaheimildum á hverju ári eins og fylgjendur fyrningarleiðarinnar hafa talað fyrir. Það væri líka hægt að skipta uppboðinu upp þannig að boðnar væru sérstaklega upp aflaheimildir fyrir smábáta og sérstaklega fyrir minni útgerðir ef það væri talið æskilegt að viðkomandi hópar héldu einhverri tiltekinni hlutdeild af aflaheimildum í heild. Það er hægt að setja hámörk á hvað hver útgerð megi bjóða í mikið af aflaheimildum (t.d. miðað við afkastagetu skipa sem hún á) og það er hægt að setja hámark á hversu mikið útgerð má eiga af aflaheimildum eins og er í núgildandi lögum. Ég hugsa að það sé hagkvæmt að hafa nokkur uppboð á aflaheimildum á ári og að það verði boðnar út aflahlutdeildir sem afskrifast á mislöngum tíma, sumar afskrifist á 20 árum, sumar á 5 árum og kannski sumar á einu ári, þ.e. aflamark ársins. Önnur atriði sem varða fyrirkomulag uppboða geta einnig skipt miklu. Allt þetta þarf að skoða mjög vandlega eins og starfsmenn SFS benda á í grein sinni, bæði með fræðilegum aðferðum (hagfræði, leikjafræði, tilraunum) og með því að skoða hvernig hlutirnir koma út þegar afmarkaður hluti aflaheimilda er boðinn út eins og Færeyingar eru að gera nú. Kannski ættum við að gera eins og Færeyingar og byrja á veiðum úr deilistofnum, sem eru uppsjávarfiskar og botnfiskur í Barentshafi eins og hjá Færeyingum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun