Handbolti

Valur fær liðsstyrk erlendis frá

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diana og Kristine í Valsbúningnum.
Diana og Kristine í Valsbúningnum. mynd/valur
Valur hefur styrkt sig fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili en gengið hefur verið frá samningum við tvo erlenda leikmenn.

Þetta eru þær Diana Satkauskaité og Kristine Håheim Vike.

Diana er 24 ára landsliðskona frá Litháen. Hún kemur frá HC Garliava í heimalandinu. Diana, sem er rétthent skytta, skrifaði undir tveggja ára samning við Val.

Kristine er 23 ára hægri hornamaður frá Noregi. Hún kemur frá Volda í heimalandinu og skrifaði undir eins árs samning við Val. Alfreð Finnsson, þjálfari Vals, þekkir vel til Kristine en hann þjálfaði hana hjá Volda og Storhamar í Noregi á sínum tíma.

Diana og Kristine eru báðar komnar til landsins og byrjaðar að æfa með Valsliðinu.

Valur endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði svo fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×