Eigandi Hraðbergs: „Það er ekki gott að vakna við þetta“ Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2016 11:51 Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hraðbergs, var á vettvangi brunans í Vesturvör í Kópavogi þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun og hafði verið þar lengi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út ásamt lögreglu rétt eftir klukkan þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæðinu þar sem Hraðberg er til húsa. „Ég var bara vakinn af símanum klukkan átta mínútur yfir þrjú og þá er það Öryggismiðstöðin að segja að brunakerfið sé farið í gang,“ segir Atli. „Þegar ég kem á svæðið þá er búið að girða allt af hérna og þeir hleypa mér í gegn. Þannig ég kem að húsinu og sé að það er alelda. Og eldurinn magnaðist eiginlega bara þegar ég kom.“ Atli segir vel unnin störf slökkviliðsins hafa komið í veg fyrir að öll húsalengjan yrði eldinum að bráð. Hraðberg rekur verkstæði fyrir lyftara og voru mörg slík tæki í húsinu þegar eldurinn kom upp, bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina. Atli segist ekki vita til þess að neitt hafi bjargast af tækjabúnaði eða verkfærum en hann hafði enn ekki getað komist inn í húsið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ljóst er að tjónið er mikið en Atli segist ekki treysta sér til að meta það að svo stöddu.Ekki gott að vakna við þetta„Ég vakna einfaldlega við það að brunakerfið fer í gang. Ég hleyp hérna niður og þá er þetta strax farið að loga ansi vel við aðra iðnaðarhurðina niðri á verkstæðinu,“ segir Sigurður Guðmundsson, annar af eigendum Hraðbergs.„Það er ekki gott að vakna við þetta. Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti náð út einhverjum vélunum en svo byrjuðu sprengingar. Gaskútarnir eru þarna rétt við hliðina þannig að ég forðaði mér bara út.“Sigurður hringdi í slökkviliðið sem var þegar á leiðinni og lögregla rétt að mæta á staðinn. Ástandið var orðið skuggalegt að sögn Sigurðar.„Ég gat útskýrt fyrir þeim hvernig væri hagað til í húsinu. Hvar gaskútarnir væru og eldhólfin. Þeir þorðu ekki inn útaf kútunum.“Lillý Valgerður Pétursdóttir hitti á Sigurð á vettvangi í morgun. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hraðbergs, var á vettvangi brunans í Vesturvör í Kópavogi þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun og hafði verið þar lengi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út ásamt lögreglu rétt eftir klukkan þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæðinu þar sem Hraðberg er til húsa. „Ég var bara vakinn af símanum klukkan átta mínútur yfir þrjú og þá er það Öryggismiðstöðin að segja að brunakerfið sé farið í gang,“ segir Atli. „Þegar ég kem á svæðið þá er búið að girða allt af hérna og þeir hleypa mér í gegn. Þannig ég kem að húsinu og sé að það er alelda. Og eldurinn magnaðist eiginlega bara þegar ég kom.“ Atli segir vel unnin störf slökkviliðsins hafa komið í veg fyrir að öll húsalengjan yrði eldinum að bráð. Hraðberg rekur verkstæði fyrir lyftara og voru mörg slík tæki í húsinu þegar eldurinn kom upp, bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina. Atli segist ekki vita til þess að neitt hafi bjargast af tækjabúnaði eða verkfærum en hann hafði enn ekki getað komist inn í húsið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ljóst er að tjónið er mikið en Atli segist ekki treysta sér til að meta það að svo stöddu.Ekki gott að vakna við þetta„Ég vakna einfaldlega við það að brunakerfið fer í gang. Ég hleyp hérna niður og þá er þetta strax farið að loga ansi vel við aðra iðnaðarhurðina niðri á verkstæðinu,“ segir Sigurður Guðmundsson, annar af eigendum Hraðbergs.„Það er ekki gott að vakna við þetta. Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti náð út einhverjum vélunum en svo byrjuðu sprengingar. Gaskútarnir eru þarna rétt við hliðina þannig að ég forðaði mér bara út.“Sigurður hringdi í slökkviliðið sem var þegar á leiðinni og lögregla rétt að mæta á staðinn. Ástandið var orðið skuggalegt að sögn Sigurðar.„Ég gat útskýrt fyrir þeim hvernig væri hagað til í húsinu. Hvar gaskútarnir væru og eldhólfin. Þeir þorðu ekki inn útaf kútunum.“Lillý Valgerður Pétursdóttir hitti á Sigurð á vettvangi í morgun. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05