Innlent

Tjáir sig ekki um skýringar þyrlumanna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/Jói K.
„Það er í raun og veru ekki hægt að segja. Það er ekki komið á það stig, svarar Þorkell Ágússtson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, aðspurður um skýringar á þyrluslysinu við Nesjavelli á sunnudagskvöld.

Fimm menn voru um borð í þyrlu Ólafs Ólafssonar fjárfestis þegar hún brotlenti. Þrír beinbrotnuðu en öllum var haldið yfir nótt á sjúkrahúsinu. Ólafur er enn á sjúkrahúsinu en eiginkona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir segir hann kvalinn, meðal annars með brákað bringubein, tognuð liðbönd á hálsi og sprungu í hryggjarlið neðarlega á baki.
 

„Það er ekkert í raun og veru sem ég vil tjá mig um núna. Við þurfum að skoða þetta allt saman betur,“ svarar Þorkell aðspurður hvort mennirnir um borð hafi ekki gefið skýringar á óhappinu.

Þorkell segir rannsóknarnefndina hafa verið við athuganir á vettvangi slyssins fram undir miðnætti í gær. Ekki verði unnt að flytja þyrluna í bæinn í dag vegna hvassviðris. 

„Ég geri ráð fyrir að það verði gert á morgun,“ svarar hann.

 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×