Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 12:31 Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ólafur Ólafsson er með brákað bringubein, tognuð eða trosnuð liðbönd framan á hálsliðnum og brot á neðsta hálslið eftir að hafa verið á meðal farþega í þyrlu sem nauðlenti á Henglinum í fyrrakvöld. Hann er einnig með sprungu neðarlega í baki á einum hryggjarlið. Hann er gríðarlega kvalinn að sögn Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu hans, sem deilir nýjustu tíðindum af eiginmanni sínum á Facebook. Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og eiginkona Ólafs Ólafssonar. „ Eins og við vitum þá er hann Ólafur töffari og lætur þetta ekki koma sér úr jafnvægi frekar en önnur „erfið verkefni“ sem hann hefur tekist á við s.l misseri. Enda var hann í eins góðu formi fyrir slysið og hægt er að hugsa sér af fimmtíu og níu ára manni, þökk sé m.a. vini hans Magnúsi Guðmundssyni cross fit þjálfara sem hefur átt sinn þátt í því að Ólafur er í frábæru líkamlegu formi!“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, bauð upp á Crossfit þjálfun á meðan á dvöl þeirra á Kvíabryggju stóð. Ingibjörg segir atburðinn minna enn og aftur á að ekkert sé gefið í þessu lífi. Allt geti breyst á augabragði. „Við erum þakklát forsjóninni að ekki fór ver og enginn hlaut lífshættuleg meiðsl þó að eflaust munu þeir allir þurfa að glíma við verki og eymsli næstu mánuðina á meðan sárin gróa.“ Ólafur var farþegi í vélinni, sem er í hans eigu, en með í för voru þrír viðskiptafélagar hans frá Norðurlöndunum auk reynds íslensks þyrluflugmanns. Færslu Ingibjargar í heild má sjá hér að neðan. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Ólafur Ólafsson er með brákað bringubein, tognuð eða trosnuð liðbönd framan á hálsliðnum og brot á neðsta hálslið eftir að hafa verið á meðal farþega í þyrlu sem nauðlenti á Henglinum í fyrrakvöld. Hann er einnig með sprungu neðarlega í baki á einum hryggjarlið. Hann er gríðarlega kvalinn að sögn Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu hans, sem deilir nýjustu tíðindum af eiginmanni sínum á Facebook. Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og eiginkona Ólafs Ólafssonar. „ Eins og við vitum þá er hann Ólafur töffari og lætur þetta ekki koma sér úr jafnvægi frekar en önnur „erfið verkefni“ sem hann hefur tekist á við s.l misseri. Enda var hann í eins góðu formi fyrir slysið og hægt er að hugsa sér af fimmtíu og níu ára manni, þökk sé m.a. vini hans Magnúsi Guðmundssyni cross fit þjálfara sem hefur átt sinn þátt í því að Ólafur er í frábæru líkamlegu formi!“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, bauð upp á Crossfit þjálfun á meðan á dvöl þeirra á Kvíabryggju stóð. Ingibjörg segir atburðinn minna enn og aftur á að ekkert sé gefið í þessu lífi. Allt geti breyst á augabragði. „Við erum þakklát forsjóninni að ekki fór ver og enginn hlaut lífshættuleg meiðsl þó að eflaust munu þeir allir þurfa að glíma við verki og eymsli næstu mánuðina á meðan sárin gróa.“ Ólafur var farþegi í vélinni, sem er í hans eigu, en með í för voru þrír viðskiptafélagar hans frá Norðurlöndunum auk reynds íslensks þyrluflugmanns. Færslu Ingibjargar í heild má sjá hér að neðan.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira