Telur valdamikla menn hafa reynt að afskrifa sig í umræðunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2016 16:14 Andri Snær var í beinni útsendingu hjá Nova. Vísir/Valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna. Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna.
Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29
Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45