Telur valdamikla menn hafa reynt að afskrifa sig í umræðunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2016 16:14 Andri Snær var í beinni útsendingu hjá Nova. Vísir/Valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna. Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna.
Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29
Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45