Landmannahellir fær síma- og netsamband Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2016 19:30 Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira