Landmannahellir fær síma- og netsamband Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2016 19:30 Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira