Kynferðisbrot gegn fötluðum almennt óvenju gróf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. maí 2016 19:15 Svala Ísfeld Ólafsdóttir. VÍSIR/SKJÁSKOT Kynferðisbrot sem fatlaðir verða fyrir eru almennt óvenjulega gróf. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dósent í lagadeild HR hafði umsjón með. Fjölbreytileiki brotanna er mikill en í um tuttugu prósent þeirra voru ummönnunaraðilar gerendur. Vígdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur, hefur rannsakað íslenska dóma í kynferðisbrotum gegn fötluðum þolendum allt aftur til ársins 1920 undir leiðsögn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur dósents við lagadeid Háskólans í Reykjavík. Rannsóknin var kynnt á málþingi um kynferðisbrot gegn fötluðum í HR í dag. Svala segir um að ræða dulin brotaflokk þar sem fá mál koma upp á yfirborðið. „Það er einkenni á þessum brotum að þau eru grófari en gengur og gerist. Til dæmis eru kynmök til staðar í langflestum málunum. Þannig að það er minna um kynferðislega áreitni og svona veigaminni brot, þó afleiðingarnar geti verið alvarlegar, þá eru þetta almennt grófir verknaðir og það vekur athygli manns,“ segir hún. Dómarnir í rannsókninni eru alls fimmtíu og brotin mörg óvenjuleg. Sem dæmi má nefna mál þar sem gerandi skipaði fötluðum systkinum að hafa munnmök og samræði við hvort annað. Í öðru máli lét gerandi fjórar heyrnalausar stúlkur hafa þvag- og saurlát í baðkar, poka eða glös. „Það eru dæmi um brot þar sem brotaþoli hefur verið bundinn og beinlínis pyntaður, brenndur með sígarettu. Þar sem að hann hefur verið fengin til að gera hluti sem við getum sagt að séu sóðalegir og óviðurkvæmilegir. Þannig að þessu fólki er boðið upp á og þau eru látin gera hluti sem að fara langt yfir þau mörk sem ganga og gerast,“ segir Svala. Fatlaðir eru á margan hátt í viðkvæmri stöðu. Þeir eiga oft erfiðara með að verja sig líkamlega og vitsmunaskortur getur aukið hættu á ofbeldi. Svala segir það einnig vekja athygli að gerendur í málunum séu í flestum tilfellum yfir sextugu, en í rannsókninni kemur fram að oftast sé um að ræða fólk sem þolandinn treystir. „Þeir sem að þessir einstaklingar eiga að geta treyst og eiga að vernda þá, til dæmis fjölskylda og umönnunaraðilar, eru stærsti hópur gerendanna eða tæplega sjötíu prósent. Ummönnunaraðilar koma þarna nokkuð fjölmennur hópur inn, vel á annan tug prósenta,“ segir Svala. „Þetta er hópur oft á tíðum bágstaddra einstaklinga sem þurfa mikla vernd og geta jafnvel ekki líkamlega varið sig eða veitt neina mótspyrnu. Geta jafnvel ekki tjáð sig þannig þau geta illa eða jafnvel alls ekki sagt frá því sem gerðist. Þannig þetta er hópur sem við verðum að passa betur upp á.“ Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Kynferðisbrot sem fatlaðir verða fyrir eru almennt óvenjulega gróf. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dósent í lagadeild HR hafði umsjón með. Fjölbreytileiki brotanna er mikill en í um tuttugu prósent þeirra voru ummönnunaraðilar gerendur. Vígdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur, hefur rannsakað íslenska dóma í kynferðisbrotum gegn fötluðum þolendum allt aftur til ársins 1920 undir leiðsögn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur dósents við lagadeid Háskólans í Reykjavík. Rannsóknin var kynnt á málþingi um kynferðisbrot gegn fötluðum í HR í dag. Svala segir um að ræða dulin brotaflokk þar sem fá mál koma upp á yfirborðið. „Það er einkenni á þessum brotum að þau eru grófari en gengur og gerist. Til dæmis eru kynmök til staðar í langflestum málunum. Þannig að það er minna um kynferðislega áreitni og svona veigaminni brot, þó afleiðingarnar geti verið alvarlegar, þá eru þetta almennt grófir verknaðir og það vekur athygli manns,“ segir hún. Dómarnir í rannsókninni eru alls fimmtíu og brotin mörg óvenjuleg. Sem dæmi má nefna mál þar sem gerandi skipaði fötluðum systkinum að hafa munnmök og samræði við hvort annað. Í öðru máli lét gerandi fjórar heyrnalausar stúlkur hafa þvag- og saurlát í baðkar, poka eða glös. „Það eru dæmi um brot þar sem brotaþoli hefur verið bundinn og beinlínis pyntaður, brenndur með sígarettu. Þar sem að hann hefur verið fengin til að gera hluti sem við getum sagt að séu sóðalegir og óviðurkvæmilegir. Þannig að þessu fólki er boðið upp á og þau eru látin gera hluti sem að fara langt yfir þau mörk sem ganga og gerast,“ segir Svala. Fatlaðir eru á margan hátt í viðkvæmri stöðu. Þeir eiga oft erfiðara með að verja sig líkamlega og vitsmunaskortur getur aukið hættu á ofbeldi. Svala segir það einnig vekja athygli að gerendur í málunum séu í flestum tilfellum yfir sextugu, en í rannsókninni kemur fram að oftast sé um að ræða fólk sem þolandinn treystir. „Þeir sem að þessir einstaklingar eiga að geta treyst og eiga að vernda þá, til dæmis fjölskylda og umönnunaraðilar, eru stærsti hópur gerendanna eða tæplega sjötíu prósent. Ummönnunaraðilar koma þarna nokkuð fjölmennur hópur inn, vel á annan tug prósenta,“ segir Svala. „Þetta er hópur oft á tíðum bágstaddra einstaklinga sem þurfa mikla vernd og geta jafnvel ekki líkamlega varið sig eða veitt neina mótspyrnu. Geta jafnvel ekki tjáð sig þannig þau geta illa eða jafnvel alls ekki sagt frá því sem gerðist. Þannig þetta er hópur sem við verðum að passa betur upp á.“
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira