Snéri við lífinu og ákvað að byrja að elska sig Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2016 09:55 Magnaður árangur hjá Auði. „Frá því ég man eftir mér sem krakki hef ég alltaf borið þónokkur aukakíló með mér, það þó hafði engin áhrif á mig að ég hélt en þegar litið er til baka hefur það alltaf verið minn versti óvinur,“ segir Auður Ýr, 27 ára tveggja barna móðir sem tók líf sitt í gegn fyrir um tveimur árum. Í dag hefur hún létt sig mikið og hefur hún helgað lífi sínu baráttunni við ofþyngd. „11-12 ára gömul fór ég þjálfun til Gaua litla því ástandið mitt sem barn var ekki þar sem það átti að vera, alltaf að leita af þessari skyndilausn eða megrun. Tuttugu ára gömul eignast ég mitt fyrsta barn og koma þá nokkru auka kíló. Tuttugu mánuðum seinna eignast ég mitt annað barn og þá bætast við enn fleiri auka kíló.“ Hún segir að árið 2014 hafi hún gjörsamlega verið komin á botnin, bæði líkamlega og andlega. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og var ný búinn greinast með psoriaxisliðagigt, og læknirinn minn búinn segja mér að ég væri í mikilli ofþyngd og ég sá ekki fram á að geta gert þetta þar sem andlega hliðin var í molum og hreyfing var minn versti óvinur.“Þetta er gríðarlegur árangur.„Þarna gerði ég það sem ég gerði alltaf, leita að skyndilausn og í apríl 2014 fer ég aðgerð sem heitir magabandsaðgerð , þar sem band er sett utan um magaopið sem gerir það að verkum maturinn kemst hægar ofan í magann og ég get borðað minna í einu og þetta átti bara breyta mínum lífsstíl og ég átti bara verða grönn og lífið átti bara breytast.“ Auður segist hafa verið búin að gefast upp á þessum tíma. „Það sem gleymdist að segja manni að ég sem matarfíkill þurfti vinna í hausnum á mér og þá væri að hægt væri að byrja að vinna í líkamlega partinum. Bandið breytti ekki mínum lífsstíl. Jú, það fóru fimm kíló á 6 mánuðum , og ég átti borða 1-3 máltíðir á dag en það hentar mér ekki og ég var ennþá að borða óhollt og var enn döpur og með öll mín auka kíló.“Langaði alltaf í eitthvað óholltÁ þessu tíma langaði hana í eitthvað óhollt á hverjum degi og það jókst bara með tímanum. „Bandið virkar ábyggilega mjög vel fyrir marga og ég get og ætla ekki að dæma skoðanir annarra en þetta var ekki lífsstílinn sem ég vildi lifa. Þannig ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði gera þetta sjálf, eitt skiptir fyrir öll og hætta í megrun og skyndilausnum. Bandið er enn inni mer en ég hef látið taka allan vökva úr því þannig virkni þess er ekki lengur til staðar það sem það hentaði mer ekki að lifa þeim lífsstíl sem það atti að veita mér.“Auður Ýr er 27 ára tveggja barna móðir.Það sem hentar Auði er að borða sex máltíðir á dag. „Í dag hef ég lært að borða hollt og rétt samsettar máltíðir. Fyrir mig skiptir miklu máli að borða reglulega og á þriggja tíma fresti. það hefur hjálpað mér að ná góðum og flottum árangri og hlakka ég til komandi tíma. Ég á yndislega vinkonu var búinn að ná ótrúlega flottum árangri og var sjálf byrjuð að hjálpa fólki við að breyta sínum lífsstíl og læra borða rétt og elska sjálfan sig í leiðinni. Það sem hún kenndi mér var hvernig ég átti að setja máltíðir saman og halda blóðsykrinum í jafnvægi og ég byrjaði á því að setja næringasjeikinn inn sem morgunmat og fannst það frábær leið á því að byrja daginn.“ Hún segir að mikil eftirfylgni og hjálp við að læra borða rétt sé algjört lykilatriði. „Það sem gerðist þarna haustið 2014 þegar ég leita til vinkonu minnar var þriggja stafa tala á vigtinni og andlega hliðin var í molum. Þá tók ég ákvörðun, núna væri minn tími kominn. Ég byrjaði á því að bæta inn morgunmat í mína rútínu, byrjaði svo huga millimálum og svo koll af kolli. Það sem hefur hjálpað mér gríðarlega með að komast í gegnum daginn og að mínum árangri í dag er að ég lokaði á allt neikvætt í mínu lífi og ákvað að vera jákvæð og taka öllu sem áskorunum í stað þess að líta á það sem vandamál.“32 kíló farin Í dag hefur Auður lést um 32 kíló og tíu prósent fitu. „Ég er ekki að segja að þetta hafi verið auðvelt á tímum en þetta hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið og ég er ótrúlega ánægð með þá ákvörðun sem ég tók að byrja að elska mig , hugsa um mig og hætta í megrun. Mín markmið eru að halda áfram að vinna að mínu besta formi. Ég á ég alveg þónokkur kíló eftir í mitt markmið og það kemur einn daginn.“ Hún segist vinna þetta sem langhlaup, ekki spretthlaup. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Frá því ég man eftir mér sem krakki hef ég alltaf borið þónokkur aukakíló með mér, það þó hafði engin áhrif á mig að ég hélt en þegar litið er til baka hefur það alltaf verið minn versti óvinur,“ segir Auður Ýr, 27 ára tveggja barna móðir sem tók líf sitt í gegn fyrir um tveimur árum. Í dag hefur hún létt sig mikið og hefur hún helgað lífi sínu baráttunni við ofþyngd. „11-12 ára gömul fór ég þjálfun til Gaua litla því ástandið mitt sem barn var ekki þar sem það átti að vera, alltaf að leita af þessari skyndilausn eða megrun. Tuttugu ára gömul eignast ég mitt fyrsta barn og koma þá nokkru auka kíló. Tuttugu mánuðum seinna eignast ég mitt annað barn og þá bætast við enn fleiri auka kíló.“ Hún segir að árið 2014 hafi hún gjörsamlega verið komin á botnin, bæði líkamlega og andlega. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og var ný búinn greinast með psoriaxisliðagigt, og læknirinn minn búinn segja mér að ég væri í mikilli ofþyngd og ég sá ekki fram á að geta gert þetta þar sem andlega hliðin var í molum og hreyfing var minn versti óvinur.“Þetta er gríðarlegur árangur.„Þarna gerði ég það sem ég gerði alltaf, leita að skyndilausn og í apríl 2014 fer ég aðgerð sem heitir magabandsaðgerð , þar sem band er sett utan um magaopið sem gerir það að verkum maturinn kemst hægar ofan í magann og ég get borðað minna í einu og þetta átti bara breyta mínum lífsstíl og ég átti bara verða grönn og lífið átti bara breytast.“ Auður segist hafa verið búin að gefast upp á þessum tíma. „Það sem gleymdist að segja manni að ég sem matarfíkill þurfti vinna í hausnum á mér og þá væri að hægt væri að byrja að vinna í líkamlega partinum. Bandið breytti ekki mínum lífsstíl. Jú, það fóru fimm kíló á 6 mánuðum , og ég átti borða 1-3 máltíðir á dag en það hentar mér ekki og ég var ennþá að borða óhollt og var enn döpur og með öll mín auka kíló.“Langaði alltaf í eitthvað óholltÁ þessu tíma langaði hana í eitthvað óhollt á hverjum degi og það jókst bara með tímanum. „Bandið virkar ábyggilega mjög vel fyrir marga og ég get og ætla ekki að dæma skoðanir annarra en þetta var ekki lífsstílinn sem ég vildi lifa. Þannig ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði gera þetta sjálf, eitt skiptir fyrir öll og hætta í megrun og skyndilausnum. Bandið er enn inni mer en ég hef látið taka allan vökva úr því þannig virkni þess er ekki lengur til staðar það sem það hentaði mer ekki að lifa þeim lífsstíl sem það atti að veita mér.“Auður Ýr er 27 ára tveggja barna móðir.Það sem hentar Auði er að borða sex máltíðir á dag. „Í dag hef ég lært að borða hollt og rétt samsettar máltíðir. Fyrir mig skiptir miklu máli að borða reglulega og á þriggja tíma fresti. það hefur hjálpað mér að ná góðum og flottum árangri og hlakka ég til komandi tíma. Ég á yndislega vinkonu var búinn að ná ótrúlega flottum árangri og var sjálf byrjuð að hjálpa fólki við að breyta sínum lífsstíl og læra borða rétt og elska sjálfan sig í leiðinni. Það sem hún kenndi mér var hvernig ég átti að setja máltíðir saman og halda blóðsykrinum í jafnvægi og ég byrjaði á því að setja næringasjeikinn inn sem morgunmat og fannst það frábær leið á því að byrja daginn.“ Hún segir að mikil eftirfylgni og hjálp við að læra borða rétt sé algjört lykilatriði. „Það sem gerðist þarna haustið 2014 þegar ég leita til vinkonu minnar var þriggja stafa tala á vigtinni og andlega hliðin var í molum. Þá tók ég ákvörðun, núna væri minn tími kominn. Ég byrjaði á því að bæta inn morgunmat í mína rútínu, byrjaði svo huga millimálum og svo koll af kolli. Það sem hefur hjálpað mér gríðarlega með að komast í gegnum daginn og að mínum árangri í dag er að ég lokaði á allt neikvætt í mínu lífi og ákvað að vera jákvæð og taka öllu sem áskorunum í stað þess að líta á það sem vandamál.“32 kíló farin Í dag hefur Auður lést um 32 kíló og tíu prósent fitu. „Ég er ekki að segja að þetta hafi verið auðvelt á tímum en þetta hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið og ég er ótrúlega ánægð með þá ákvörðun sem ég tók að byrja að elska mig , hugsa um mig og hætta í megrun. Mín markmið eru að halda áfram að vinna að mínu besta formi. Ég á ég alveg þónokkur kíló eftir í mitt markmið og það kemur einn daginn.“ Hún segist vinna þetta sem langhlaup, ekki spretthlaup.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira